Almenn ánægja með þjónustu bæjarins
Leikvöllur Born Tms IMG 2413 Stor
Veruleg ánægja er með þjónustu Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur en sveitarfélagið er í 1. sæti fimmta árið í röð. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á.

Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í 1 í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög á landinu. Ánægja með sorphirðu sveitarfélagsins hefur aukist og er það sá þjónustþáttur sem er við landsmeðaltal.

Veruleg ánægja er með þjónustu Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur en sveitarfélagið er í 1. sæti fimmta árið í röð. Þá er mikil ánægja með þjónustu við eldri borgara en þar er sveitarfélagið einnig í 1. sæti. Þegar ánægja með þjónustu við fatlað fólk er mæld er sveitarfélagið í 1.-2. sæti og þá á er bærinn í 2. sæti er varðar ánægju með menningarmál.

Bæjarráð fór yfir könnunina á fundi sínum í vikunni og lýsti yfir ánægju með niðurstöðurnar enda, líkt og undanfarin ár, kemur Vestmannaeyjabær heilt yfir afar vel út úr könnuninni. Ekki verður farið yfir niðurstöður könnunarinnar á sérstökum íbúafundi að þessu sinni þar sem íbúafundur um listaverk Ólafs Elíassonar verður síðar í mánuðinum. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar hér.

Ábendingar um niðurstöður þjónustukönnunarinnar og það sem má betur fara er hægt að senda á netfangið thjonustukonnun@vestmannaeyjar.is, segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.