Almenn ánægja með þjónustu bæjarins
14. febrúar, 2025
Leikvöllur Born Tms IMG 2413 Stor
Veruleg ánægja er með þjónustu Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur en sveitarfélagið er í 1. sæti fimmta árið í röð. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á.

Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í 1 í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög á landinu. Ánægja með sorphirðu sveitarfélagsins hefur aukist og er það sá þjónustþáttur sem er við landsmeðaltal.

Veruleg ánægja er með þjónustu Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur en sveitarfélagið er í 1. sæti fimmta árið í röð. Þá er mikil ánægja með þjónustu við eldri borgara en þar er sveitarfélagið einnig í 1. sæti. Þegar ánægja með þjónustu við fatlað fólk er mæld er sveitarfélagið í 1.-2. sæti og þá á er bærinn í 2. sæti er varðar ánægju með menningarmál.

Bæjarráð fór yfir könnunina á fundi sínum í vikunni og lýsti yfir ánægju með niðurstöðurnar enda, líkt og undanfarin ár, kemur Vestmannaeyjabær heilt yfir afar vel út úr könnuninni. Ekki verður farið yfir niðurstöður könnunarinnar á sérstökum íbúafundi að þessu sinni þar sem íbúafundur um listaverk Ólafs Elíassonar verður síðar í mánuðinum. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar hér.

Ábendingar um niðurstöður þjónustukönnunarinnar og það sem má betur fara er hægt að senda á netfangið thjonustukonnun@vestmannaeyjar.is, segir í tilkynningunni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.