Af tilefni aldarafmælis landgræðslustarfs á Íslandi efnir Landgræðsla ríkisins til alþjóðlegs samráðsþings um jarðvegsvernd, samfélög og hnattrænar breytingar á Selfossi 31. ágúst – 4. september 2007. Samstarfsaðilar eru m.a. Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Rannís, auk margra alþjóðlegra stofnana, samninga og samtaka, s.s. Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Þróunarstofnunar Sþ og Alþjóðlegu Bændasamtakanna. Dagskráin er mjög umfangsmikil og fjölbreytt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst