Ályktun frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands.
1. júlí, 2007

Landsvirkjun hafði sama rétt og aðrir hagsmunaaðilar til að gera athugasemdir sínar við auglýsta tillögu hreppsnefndar, sem er lýðræðisleg viðurkennd aðferð til mótmæla. Afskipti Landsvirkjunar í framhaldi af samþykkt Flóahrepps, með þeim afleiðingum að skipulagstillögurnar eru nú orðnar tvær, eru í hæsta máta óeðlileg. Gylliboð Landsvirkjunar til hreppsnefndar Flóahrepps um að bæta almannaþjónustu fyrir virkjun er fáheyrð ósvífni af fyrirtæki í eigu ríkisins.
Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samstöðu íbúa Flóahrepps um verndun �?jórsár og Urriðafoss og hvetja hreppsnefndina til að standa vörð um náttúru svæðisins og hafna gylliboðum Landsvirkjunar. Náttúruperlur Íslands eiga aldrei að vera falar fyrir óafturkræfar framkvæmdir í þágu mengandi starfsemi

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst