Andri áfram hjá ÍBV
11. nóvember, 2014
Andri �?lafsson verður áfram í herbúðum ÍBV en hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið. Andri hefur lengst af leikið með ÍBV en hann skipti yfir í KR sumarið 2013. Meiðsli komu þó í veg fyrir að Andri gæti leikið með KR-ingum um sumarið. Hann hóf svo tímabilið í sumar með 1. deildarliði Grindavíkur en skipti svo yfir í ÍBV og reyndist liðinu mikilvægur í fallbaráttunni. Alls hefur Andri leikið 207 leiki í deild og bikar, þar af 198 fyrir ÍBV og alls hefur hann skorað 29 mörk, öll fyrir Eyjaliðið.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst