Andri Heimir Friðriksson, skyttan sterka mun spila með ÍBV næsta vetur. Andri Heimir, sem hefur verið í herbúðum ÍBV undanfarin ár, var með lausan samning eftir síðasta tímabil en hann hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning. Andri Heimir hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV liðsins undanfarin ár, var reyndar frá um tíma í vetur vegna meiðsla en lét það ekki eftir sér að spila handarbrotinn í næst síðasta deildarleik gegn Val eftir að hafa orðið fyrir hnjaski snemma leiks. Síðasta vetur skoraði Andri 91 mark í 25 leikjum Íslandsmótsins.
Erfitt að fara frá þessu félagi þegar búið er að gera þá að Íslandsmeisturum og koma þeim í Evrópukeppnina. �?etta er góð áskorun fyrir mann og góður stökkpallur ef maður ætlar eitthvað út,�?? sagði Andri Heimir. Hann segir að síðasti vetur hafi verið ævintýri líkast en stefnan sé að gera sitt besta. �??Við tökum örugglega sama markmið og í fyrra, tökum einn leik í einu og vonum það besta.�??
Sjáðu viðtalið í heild sinni í myndbandinu sem fylgir fréttinni.