Aníta Jóhannsdóttir var fyrir skömmu krýnd Sumarstúlka Vestmannaeyja 2009 í samnefndri keppni sem haldin var í Höllinni. Fjórtán stúlkur kepptu í þessari óformlegu keppni þar sem ytri fegurð er ekki allt, Sumarstúlkan þarf að bera ýmsa aðra kosti umfram það. Aníta er vel að titlinum komin en kvöldið þótti mjög vel heppnað, góður matur, frábær skemmtiatriði og stelpurnar fjórtán stóðu sig allar með sóma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst