Annað tap ÍBV í röð
16. nóvember, 2014
Gengi Íslandsmeistara ÍBV í handbolta karla hefur verið upp og ofan í upphafi leiktíðar. Liðið hefur unnið og tapað til skiptis en liðið lá á heimavelli síðastliðinn fimmtudag fyrir FH. Í dag sóttu Eyjamenn svo ÍR heim í Breiðholtið og töpuðu þar með tveimur mörkum, 27:25. ÍBV var yfir í hálfleik 14:15 en í síðari hálfleik tóku heimamenn í ÍR öll völd á vellinum og náðu mest fimm marka forystu, 26:21 en Eyjamenn náðu aðeins að laga stöðuna í lokin.
�?að er annað hvort í ökkla eða eyra hjá markvörðum ÍBV. Kolbeinn Arnarson átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍBV gegn FH, varði 17 skot og var eini ljósi punkturinn í leik ÍBV liðsins þann daginn. Í dag vörðu markverðir ÍBV hins vegar samanlagt 8 skot, sem er langt frá því að vera viðunandi. �?á gekk sóknarleikur Eyjaliðsins ekki nægilega vel í síðari hálfleik, leikmenn gerðu ódýr mistök líkt og í leiknum gegn FH og ljóst að Gunnari Magnússyni, þjálfara ÍBV bíður ærið verkefni.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 8/3, Grétar �?ór Eyþórsson 7, Magnús Stefánsson 4, Einar Sverrisson 3, Svavar Kári Grétarsson 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: Henrik Eidsvag 6, Kolbeinn Arnarson 2.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst