Eins og fram kom fyrir helgi, komust Vestmannaeyjabær og Eimskip að samkomulagi um að greiða 2/3 hluta af því sem upp á vantar, til að hægt sé að sigla fjórar ferðir á dag, allt árið upp í Landeyjahöfn. Afganginn, 6 milljónir króna er ætlað hinu opinbera. Eyjafréttir sendu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra nokkrar spurningar um málið og má lesa svörin hér að neðan. Elliði segir að það væri ekkert annað en þvergirðingsháttur ef íslenska ríkið taki ekki þátt í verkefninu. Nú þegar sé búið að skera niður í samgöngumálum Eyjamanna um hundruð milljóna.