Fólksbíll og amerískur pallbíll eru mikið skemmdir eftir árekstur á Eyrarbakkavegi rétt fyrir klukkan átta í morgun, að því er fram kemur á Vísi.is. Engin slys urðu fólki en bílana þurfti að fjarlægja með kranabíl. Áreksturinn varð til móts við afleggjarann að Stokkseyrarseli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst