„Fokk já!“ eru viðbrögð Ara Eldjárns, grínista, þegar Monitor spurði hvort hann væri klár í að hlaupa í skarðið fyrir Bubba Morthens ef hann skyldi veikjast fyrir upptroðslu sína á Þjóðhátíð í Eyjum. Eins og flestir kunna er grínistinn ansi fær í að herma eftir söngvaranum. „Ég myndi þá troða upp sem Bubbi eins og hann var þegar Í mynd með Egó kom út. Hanakambur, sólgleraugu og leðurjakki. Taka lög eins og Mescalin og Í spegli Helgu. Synda svo í land eins og Steindi Jr.“