Arnar Péturson ráðin þjálfari Handboltastjarnanna (Hvítir)
17. desember, 2014
Nú rétt í þessu voru Handboltastjörnurnar (Hvítir) að staðfesta ráðningu á nýjum þjálfara. Eftir fréttir gærdagsins um að Daði Páls hefði tekið að sér þjálfun Rauða liðsins varð Hvíta liðið að bregðast hratt við. �?að var fundað í alla nótt og náðu aðilar ekki saman fyrr en rúmlega átta í morgun.
Birgir Reimar talsmaður Hvíta liðsins sagði að liðið hafði lagt mikla áherslu á að fá Erling Richardsson sem þjálfara en hann hafi ekki treyst sér í verkefnið að svo stöddu. ,,Skrefið var of stórt og fannst öruggara að taka að mér miðlungslið í Bundesligunni þar sem pressan er minni á að liðið nái árangri�??�??, sagði Erlingur.
�?á lá beinast við að tala við sigursælasta þjálfara sem eyjarnar hafa alið af sér, sjálfan Arnar Péturson, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í vor. Arnar var gríðalega ánægður með það traust sem honum er sýnt með þessari ráðningu ,,Svona tækifæri býðst bara einu sinni á ævinni, auðvitað þýðir þetta fjarveru frá fjölskyldu en hún stendur eins og klettur við bakið á mér�?? sagði Arnar klökkur, en þegar þarna var komið mátti greina tár leka niður karlmannlegu kinnbein hans.
En hversu langt getur liðið náð undir þinni stjórn? �??Auðvitað vill ég vinna bikara, þess vegna er maður í þessu sporti. En það er bara gamla góða klisjan; Einn leikur í einu og sjáum hvert það skilar okkur�?? sagði Arnar nokkuð hógvær áður en hann brotnaði alveg og rauk í fangið á Minnu sem var viðstödd fréttamannafundinn að beiðni Arnars.
Núna verður gaman að sjá hvernig Arnar og Daði muni nálgast leikinn sem hefst klukkann 18 á föstudaginn. Eitt er þó víst, það má enginn missa af þessari VEISLU!!
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst