Framherjinn ungi Arnór Gauti Ragnarsson, er genginn til liðs við Breiðablik á nýjan leik eftir tæplega eins árs veru í ÍBV. Arnór Gauti skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með ÍBV í sumar. Arnór Gauti kom einnig við sögu í fimm leikjum hjá U-21 liði Íslands í fyrra þar sem hann skoraði tvö mörk.