Arnór Bakari mun opna kaffihúsið Vinaminni í verslunar- og íbúðarhúsinu við Baldurshaga í sumar. Samningar þess efnis voru undirritaðir milli Baksturs og veislu ehf (Arnór Bakari) og Reglubrautar ehf. 5. maí síðastliðinn. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining en Arnór Bakari mun flytja verslun sína niður í Baldurshaga og opna samhliða henni kaffihúsið Vinaminni en áfram verður bakað í húsnæði fyrirtækisins við Hólagötu. Helga Jónsdóttir, ein af eigendum Arnórs Bakara segir að þarna sé 14 ára draumur loksins að rætast, að opna fallegt bakarí og kaffihús.