Arnór bakari og Vinaminni kaffihús opna í Baldurshaga í sumar
14. maí, 2010
Arnór Bakari mun opna kaffihúsið Vinaminni í verslunar- og íbúðarhúsinu við Baldurshaga í sumar. Samningar þess efnis voru undirritaðir milli Baksturs og veislu ehf (Arnór Bakari) og Reglubrautar ehf. 5. maí síðastliðinn. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining en Arnór Bakari mun flytja verslun sína niður í Baldurshaga og opna samhliða henni kaffihúsið Vinaminni en áfram verður bakað í húsnæði fyrirtækisins við Hólagötu. Helga Jónsdóttir, ein af eigendum Arnórs Bakara segir að þarna sé 14 ára draumur loksins að rætast, að opna fallegt bakarí og kaffihús.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst