Í fréttatilkynningu ÍBV segir að handknattleiksdeild ÍBV hafi gert tveggja ára samning við landsliðsmarkmanninn Aron Rafn Eðvarðson. Aron Rafn er 28 ára gamall og uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði þar sem hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari, tvisvar bikarmeistari og fjórum sinnum deildarmeistari áður en hann hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Í atvinnumennskunni lék Aron með Eskilstuna GUIF í Svíþjóð, Aalaborg í Danmörku og nú síðast SG BBM Bietigheim í �?ýsklandi. Aron Rafn hefur sömuleiðis spilað 75 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Handknattleiksdeild ÍBV hefur einnig framlengt samning sinn við markmanninn öfluga Stephen Nielsen til eins árs. Stephen sem var lánaður til Frakklands fyrri hluta seinasta tímabils stóð sig virkilega vel er hann kom til baka og var verðlaunaður með því að vera í valinn í landsliðshóp Íslands sem tók þátt í sterku móti í Noregi um miðjan júní mánuð.