Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2024 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við þjálfara meistaraflokks kvenna og karla, þá Þorlák Árnason og Jón Ólaf Daníelsson. Í blaðinu má einnig sjá texta frá fyrirliðum meistaraflokkanna, Alex Frey Hilmarssyni og Guðnýju Geirsdóttur.
Yfirferð frá Ellerti Scheving framkvæmdastjóra ÍBV á yngri flokka starfinu má einnig finna í blaðinu, segir í frétt á vefsíðu félagsins. Knattspyrnudeild vill þakka öllum styrktaraðilum deildarinnar fyrir árið og einnig sjálfboðaliðum, leikmönnum og starfsmönnum ungum sem öldnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst