Mig langar að þakka Fjólu vinkonu minni fyrir áskorunina, það eru alltaf flottar kræsingar á borði hjá henni, algjör meistarakokkur þar á ferð. Sjálf kýs ég að elda fljótlegt og gott og hendi stundum í þessi ljúffengu og auðveldu pítubrauð.
Pítubrauð :
�?� 5dl hveiti -má vera hvaða hveiti sem er
�?� 1/2 tsk salt
�?� 1/2 tsk sykur
�?� 1 tsk fínt þurrger
�?� 2 dl ylvolgt vatn.
Setjið hveiti, salt, sykur og þurrger í skál og hrærið saman. Bætið volgu vatni út í og hnoðið. Leggið rakt viskastykki yfir og látið hefast í 30 mín. Takið úr skálinni og búið til litlar kúlur, fletjið þær út með höndunum og leggið þær á hveitistráðan bökunarpappír á bökunarplötunni, stráið smá hveiti yfir brauðin og leggið rakt viskastykki yfir í 10-15 mín. Hitið ofninn í heitasta og bakið brauðin í 5 mín.
Meðlætið græja ég á undan og á meðan brauðin eru að hefast: Ofnbakaður kjúlli ( líka hægt að kaupa hann tilbúinn í Krónunni), klettasalat, rauðlaukur, paprika, gúrka og pítusósa.
�?g ætla að skora á Anítu �?ðinsdóttur, mágkonu mína sem er alltaf með eitthvað æðisgengið á boðstólnum . Bon Appetit.