Athugasemd vegna umræðu um sölu á Bergi �?? Huginn ehf.
6. september, 2012
Vegna misskilnings sem skapast hefur við sölu á hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi – Huginn ehf. í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar hf. vill Landsbankinn koma eftirfarandi á framfæri. Algengt er að Landsbankanum hf. og Landsbanka Íslands hf. sem nú er í slitameðferð hafi verið ruglað saman af hálfu þeirra sem fjallað hafa um málið. Landsbankinn hf. sem stofnaður var í október 2008 átti ekkert hlutafé í Bergi – Huginn ehf. Stór hluti þess var hins vegar í eigu Landsbanka Íslands hf.