Atli Heimisson, framherji ÍBV er á leið til sænska 1. deildarliðsins Enköping til reynslu. Atli mun halda utan eftir viku og vera hjá sænska liðinu í tíu daga. Atli kom til ÍBV frá Aftureldingu og var markahæstur eftir sumarið með ellefu mörk, átta í Íslandsmótinu og þrjú í bikarkeppninni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst