Atli Gíslason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi heldur almennan opinn fund á Kaffi Kró miðvikudaginn 28. okt. kl. 20:00. Atli mun fara yfir stöðu landsmála og hvað framundan er og ýmis málefni er varða kjördæmið og Vestmannaeyjar. Þá mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna.