ÍBV tapaði fyrir Fylki í kvöld í Pepsídeild kvenna en leikur liðanna fór fram í Árbænum. Lokatölur urðu 3:0 en staðan í hálfleik var 1:0. ÍBV byrjaði betur í leiknum en Fylkir skoraði gegn gangi leiksins á 12. mínútu og eftir það voru það heimakonur sem voru sterkari. Átta marka sveifla er í síðustu tveimur leikjum ÍBV því Eyjakonur söltuðu �?ór/KA í Eyjum í síðustu umferð og unnu 5:0. ÍBV situr sem fyrr í 7. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Selfoss og sex stigum á undan FH. Næsti leikur ÍBV er svo ekki fyrr en eftir tæpar tvær vikur en gert verður hlé á deildarkeppninni vegna landsleiks Íslands. 26. ágúst mun ÍBV taka á móti Aftureldingu í miklvægum leik beggja liða.