Úthlutað hefur verið styrkjum fyrir árið 2010 sem Vaxtarsamningur Suðurlands úthlutar. Alls bárust 22 umsóknir og hlaut helmingurinn styrki, samtals 20 milljónir sem í boði voru. Tvö verkefni í Vestmannaeyjum hlutu styrki. Hið fyrra, Aukin arðsemi hrognavinnslu með aukinni skynjara- og upplýsingatækni fékk 3 milljónir króna og hið seinna, Margmiðlunartorg, fékk 2,5 milljónir króna.