Sæbjörg á enn Íslandsmetið í 100 km hlaupi kvenna

Sæbjörg Logadóttir á að baki glæstan feril í hlaupum. Hún hefur lokið nokkrum maraþonum, ásamt tveimur 100 km hlaupum og á enn þann dag í dag Íslandsmeistaratitil kvenna í 100 km hlaupi, frá 2011. Hún varð því miður að leggja hlaupin til hliðar eftir slys sem hún varð fyrir 2016 og 2018. Við ræddum við Sæbjörgu um […]

Mjúkir brúnir tónar og dempað hár í vetur

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, ein eigenda hárgreiðslustofunnar Sjampó, ræddi við Eyjafréttir um hártískuna í haust/vetur og gaf jafnframt góð ráð um umhirðu hársins í kuldanum. Hún deildi með okkur hvaða litir og stílar njóta vinsælda þessa dagana og hvað skiptir mestu máli til að halda hárinu heilbrigðu yfir vetrarmánuðina.  Þegar spurt er hvað sé vinsælast þegar […]

Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]

Einstök gjöf til Safnahúss

„Þetta er gríðarlega vegleg gjöf. Öll söfn þrífast á því að þeir einstaklingar sem marka spor í menningarsögu nærsamfélagsins hverju sinni deili þeirri auðlegð sem þeir búa til með því að koma henni í varanlega varðveislu á söfnunum,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og vísar þarna til gjafar Halldórs Benedikts Halldórssonar til Vestmannaeyjabæjar. Ómetanlegar […]

Myndasyrpa frá Lundaballinu

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga. Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Myndir: […]

Gaf samfélaginu menningarauð í myndum og kvikmyndum

Halldór Benedikt Halldórsson fæddist á Húsavík árið 1955 en flutti 6 ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þar hefur hann átt heima nær alla tíð síðan og segist hvergi vilja vera annars staðar. Í dag er hann sjötugur, fjölskyldumaður sem nýtur þess að vera úti í náttúrunni – og síðast en ekki síst ástríðufullur […]

Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar

BRE 2025 IMG 8025

Það er fátt sem tengir Vestmannaeyjar jafnsterkt saman og sjávarútvegurinn. Þar hefur kynslóð eftir kynslóð sótt lífsviðurværi sitt og lagt sitt af mörkum í atvinnusögu landsins. Bjarni Rúnar Einarsson, framkvæmdastjóri Leo Seafood, er engin undantekning. Hann fæddist í Eyjum árið 1983 og hefur nær alla sína starfsævi varið innan sömu veggja – fyrst hjá Godthaab […]

Samstaða sveitarfélaganna er lykillinn

Í síðasta mánuði fundaði Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með íbúum Suðurlands á Selfossi. Meðal gesta á fundinum var Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Anton Kári átti einnig sæti í starfshópi um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja sem lauk sinni vinnu fyrir um ári síðan. Hann flutti þar athyglisverða […]

Breytingar á hluthafahóp Löngu

Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum í Löngu. Fyrirtækið Langa ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á þurrkuðum f iskhausum og afskurði en félagið selur allar afurðir sínar á Nígeríumarkað. Undanfarin ár hefur félagið einnig verið að þróa og lagt í fjárfestingar á framleiðslu og sölu á kollageni til manneldis. Á dögunum var samþykkt á hluthafafundi að […]

Safnhúsið með loppumarkað

Safnhúsið verður með sinn árlega loppumarkað laugardaginn 4. október. Markaðurinn verður í anddyri Safnhússins og verður opin fyrir alla. Þeir sem hafa hug á að selja er bent á að hafa samband við bókasafnið, bokasafn@vestmannaeyjar.is, en 8 borð eru í boði. Seljendur geta komið og sett upp markaðinn frá hádegi föstudaginn 3. október og mega […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.