Laxey stækkar vinnubúðirnar við Helgafell
Framkvæmdir standa nú yfir hjá Laxey við að bæta við þriðju vinnubúðaeiningunni, sem verður sambærileg við þær sem fyrir eru við Helgafell. Allar einingarnar eru jafn stórar og hver þeirra er með 44 herbergi með sérbaðherbergi, auk sameiginlegs eldhúss og seturýmis fyrir íbúa. Nýja einingin verður því til viðbótar við tvær sem fyrir eru. Aðstaðan […]
Nóg um að vera í Eyjum næstu daga

Það stefnir í líflega daga í Eyjum á næstunni þar sem nóg verður um að vera og fjölbreyttir viðburðir í boði. Hér er yfirlit um helstu viðburði: Fimmtudagur: „Ég skal syngja fyrir þig“ fer fram í Höllinni, þar sem Einar Ágúst syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna. Húsið opnar kl. 19.30 og tónleikar hefjast […]
Jóhanna Jóhanns um föstur

Jóhanna Jóhannsdóttir hefur alla tíð verið haldin ástríðu fyrir hreyfingu, heilsu og vellíðan. Hún byrjaði ferilinn í jazzballett en áhuginn þróaðist fljótt yfir í alhliða líkamsrækt, líkamlega og andlega heilsu og kennslu. Þegar eróbikk var nýtt á Íslandi fann hún sína hillu og heillaðist af algjörlega, hún lærði hún eróbikk í bílskúrnum hjá Ingveldi Gyðu […]
Rithöfundurinn Embla Bachmann á Bókasafninu

Rithöfundurinn Embla Bachmann verður á Bókasafni Vestmannaeyja laugardaginn 1. nóvember, kl 11:00 og kynnir nýja bók sína. Embla hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bók hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og hlaut mikið lof frá bæði lesendum og gagnrýnendum. Nú er Embla komin með […]
Fyrsta snókermót vetrarins

Tómstundarráð Kiwanisklúbbsins Helgafell stendur fyrir snókermóti á næstunni og er skráning hafin. Um er að ræða hið árlega Karl Kristmanns mót. Stefnt er að úrslitakvöldi 7. nóvember og ræðst mótafyrirkomulag að fjölda þátttakenda. Um einstaklingsmót með forgjöf er að ræða og er keppt í riðlum fram að útslætti. Ath. að hámarks forgjöf er 38. Mótsgjald […]
Bleiki dagurinn haldinn í dag

Í dag, miðvikudaginn 22. október, er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Þá klæðast margir bleiku til að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og til að minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Hér í Eyjum tóku margir þátt í deginum, meðal annars starfsfólk Skiplyftunnar sem klæddist bleiku í dag Hér […]
Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]
Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]
Hrekkjavakan nálgast

Hrekkjavakan nálgast óðum og margir farnir að huga að skreytingum og búningum. Hrekkjavakan verður haldin að þessu sinni þann 31. október á milli kl. 18-20. Þá munu krakkar ganga á milli húsa og safna nammi. Sérstakur Facebook-hópur hefur verið stofnaður þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um hrekkjavökuna, deila hugmyndum, spyrja spurninga […]
Framkvæmdastjóri Lagarlífs um laxeldi

Sem Vestfirðingur hef ég upplifað laxeldið sem ævintýri. Áhrifin á lífskjör og tækifæri Vestfirðinga hafa verið gríðarleg, enda er fiskeldi hátæknigrein sem kallar á mikinn mannauð og menntun ásamt verðmætasköpun. Ég þykist vita að sama sé upp á teningnum á Austfjörðum þar sem sjóeldi er einnig orðin mikilvæg atvinnugrein og stendur undir verðmætasköpun í fjórðungnum. […]