Pysjuævintýið í hámarki

Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er […]
Blak fyrir konur

Í haust verður boðið upp á blakæfingar sérstaklega ætlað fyrir konur. Fyrsta æfingin fer fram miðvikudaginn 10. september og eru allar konur hvattar til að mæta og prófa, bæði byrjendur og lengra komnar. Æfingarnar fara fram tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl 19:30 í sal 3 í íþróttahúsinu. (meira…)
Íslandsmót golfklúbba fór fram um helgina

Íslandsmót golfklúbba fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum dagana 22.–24. ágúst. Keppt var í 1. deild kvenna 50+ og 2. deild karla 50+, og alls tóku 16 klúbbar þátt í mótinu. Að lokinni keppni stóðu Golfklúbbur Skagafjarðar og Golfklúbbur Keilis uppi sem Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Lið Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) stóð sig einnig vel. Kvennasveitin […]
Hækkandi ölduspá þegar líður á kvöld

Tilkynning frá Herjólfi Vegna veðurs og ölduspár vill Herjólfur vekja athygli farþega á mögulegum breytingum á ferðum. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum, þar sem aðstæður geta breyst með stuttum fyrirvara. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar: Farþegar athugið – 25.-26.ágúst 2025 Mánudagur 25.ágúst. Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér […]
Skólasetning grunnskólans

Skólasetning fyrir 2.–10. bekk verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, föstudaginn 22. ágúst kl. 10:30, þar sem skólinn verður formlega settur aftur eftir sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu fyrir nemendur í 2.–10. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:20. Skólasetning 1. bekkjar fer fram mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í sal Hamarsskóla. (meira…)
Margrét Lára – Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í bókinni fer hún yfir feril sinn […]
Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]
Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]
Sigríður Inga: TM- og Orkumótið

Mótin okkar eru sett upp alveg eins nema að á TM-mótinu erum við með hæfileikakeppni og á Orkumótinu er tilkomumikil skrúðganga. Að öðru leyti erum við að keyra á sama prógramminu. Sömu skemmtikraftar og sama umgjörð,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, íþróttafulltrúi ÍBV sem hefur haft yfirumsjón með knattspyrnumótum ÍBV – Íþróttafélags og akademíum frá 2017. […]
Gunnar Páll formaður ÍBV-Héraðssambands: Íþróttir lykill að betra lífi

„Já, þetta er að mínu mati eitt af aðalatriðunum sem barnafjölskyldur horfa til þegar þau ákveða hvort flytja eigi í annað sveitarfélag. Vinna og húsnæði eru auðvitað númer eitt og tvö en aðstæður fyrir börnin til íþróttaiðkunar kemur þar fast á eftir,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson um þá þætti sem fjölskyldan skoðaði áður ákveðið var […]