Einsi kaldi slær hvergi af

Í Vestmannaeyjum eins og öðrum bæjum á landsbyggðinni skiptir hvert starf miklu máli. Hér búum við svo vel að eiga öflug fyrirtæki sem saman mynda öfluga heild í kraftmiklu samfélagi. Sextán þeirra voru valin sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2025 og er Einsi kaldi – veisluþjónusta verðugur fulltrúi þeirra. Umfangið er meira en flesta grunar en skipta má starfseminni í […]

Heildverslun KK 95 ára

Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun (HKK) í Vestmannaeyjum er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með langa sögu á sviði heildsölu og umboðsverslunar. Fyrirtækið var stofnað árið 1931 af Jónínu, móðir Karls Kristmannssonar sem tók síðar við fyrirtækinu af móður sinni ásamt bróður sínum Inga. Karl rak fyrirtækið þar til hann lést af slysförum árið 1958. Kristmann sonur hans […]

Dagbjört læknir – Lífið og starfið á nýjum stað

Dagbjört Guðbrandsdóttir er 35 ára sérnámslæknir í bráðalækningum, fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu, en býr í dag í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Victori Guðmundssyni lækni og tónlistarmanni, ásamt þremur sonum þeirra, Frosta, sem er þriggja ára, og tvíburunum Mána og Stormi sem eru eins og hálfs árs. Fjölskyldan flutti til Eyja á síðasta ári og […]

Myndir frá kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka stóð fyrir kvöldopnun í gær þar sem margt skemmtileg var um að vera. Í boði voru afslættir, léttar veitingar ásamt happadrætti og svo var tískusýning í lokinn þar sem sýndar voru vörur fyrir komandi jól og áramót. Í Sölku er að finna vörur frá meðal annars Neo Noir, Bruuns Bazaar, Soaked in Luxury […]

Opið erindi til bæjastjórnar vegna stöðu leikskólamála

Hópur mæðra í Vestmannaeyjum, sem eignuðust börn síðari hluta árs 2024, hefur sent bæjarstjórn ítarlegt bréf þar sem fram koma verulegar áhyggjur af stöðu leikskólamála í bænum. Í bréfinu er meðal annars bent á skort á plássum fyrir börn við 12 mánaða aldur og gagnrýnt að heimgreiðslur nýtist aðeins örfáum fjölskyldum. Eyjafréttir birtir bréfið hér […]

Jólahuggulegheit í Vinaskógi á aðventunni

Dýravinafélagið býður í jólahuggulegheit í Vinaskógi tvo sunnudaga á aðventunni, 7. desember og 14. desember. Opið verður frá klukkan 15 til 18 báða dagana. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur, ristaðar möndlur og ýmislegt annað dúllerí sem gerir stemninguna enn notalegri. Þar að auki verður ratleikur um skóginn fyrir bæði börn og fullorðna […]

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda

Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda. Fræðslan fer fram fimmtudaginn 11. desember kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans Á erindinu verður fjallað um hvernig netið getur verið bæði skemmtilegur og gagnlegur vettvangur fyrir börn og unglinga […]

Jólasveinarnir mæta í Höllina í desember

Jólasýningin Jólasveinar ganga um gólf fer fram á Háaloftinu í Höllinni, í desember. Sýningin er einstaklega skemmtileg upplifun fyrir yngstu kynslóðina sem og alla fjölskylduna og hefur hún fest sig í sessi sem hlý og hátíðleg jólahefð þar sem börn og fullorðnir koma saman og njóta. Á sýningunni mæta jólasveinar og syngja með börnunum vinsælustu […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum 2025 

„Það skiptir okkur hjá Creditinfo miklu máli að geta gert Framúrskarandi fyrirtækjum hátt undir höfði. Þetta eru stöðugustu fyrirtæki landsins sem leggja grunninn að kröftugu hagkerfi okkar Íslendinga. Það er einkar ánægjulegt að sjá hvað Vestmannaeyjar búa vel þegar kemur að öflugum fulltrúum á listanum í ár,” segir Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.  Alls fengu […]

Stjórnkerfi og mannekla útskýra tafirnar

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að tvær meginástæður liggi að baki því að sértæk frístundaþjónusta fyrir fötluð börn sé ekki komin í fullt og formlegt horf þrátt fyrir að rúmar tíu vikur séu liðnar af skólaárinu. Annars vegar hafi tekið tíma að fá formlega heimild fyrir rekstrinum í gegnum stjórnkerfið og hins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.