Lundahlaupið á 150 sekúndum

DSC_9758

The Puffin Run var haldið um helgina. Metþáttaka var í hlaupinu. Hér að neðan má sjá hlaupið gert upp í glæsilegu myndbandi. Sjón er sögu ríkari. Framleiðendur: Bjarki Jóhannsson og Eyþór Jónsson Tónlist: Úlfur Úlfur https://eyjar.net/vedrid-lek-vid-hlauparana-myndir/ (meira…)

LSV: 0,17% raunávöxtun í fyrra

lifeyrissjodur_vestm

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Fram kemur í frétt á vef sjóðsins að stjórnin hafi samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2023. Sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu 2023 voru samtals 2.195. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem að jafnaði greiða til sjóðsins með reglubundnum hætti í hverjum mánuði voru 1.725. Iðgjöld til sjóðsins […]

Forsetakosningar 2024

kjorstadur_utan_21

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um undirbúning fyrir forsetakosningarnar 1. júní nk. Í samráði við yfirkjörstjórn hefur verið ákveðið að kjörstaður fyrir kjósendur í Vestmannaeyjum verði í Barnaskóla Vestmannaeyja. Samkvæmt 30. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 skulu kjörskrár aðgengilegar almenningi til skoðunar á skrifstofum sveitarstjórna eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag og verður […]

Enn tekist á um listaverk

eldfell_tms

Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að fyrir bæjarráði liggi tveir samningar og viljayfirlýsing. Samningur og viljayfirlýsing við menningar- og viðskiptaráðuneytið sem áður hafa verið kynntir bæjarráði, auk samnings við stúdío Ólafs Elíssonar. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum fulltrúa E og H […]

Konu- og karlakvöld ÍBV

DSC_8947

Á morgun miðvikudaginn 8. maí verður glæsileg konu- og karlakvöld knattspyrnudeildar ÍBV. Konurnar ætla að skemmta sér upp á Háalofti þar sem Jónsi ætlar að gera allt vitlaust.  Boðið verður m.a. upp á gómsæta kjúklingarétti sem og ferska bleikju, steikta þorskhnakka og nýveiddan skötusel auk ýmsa annara rétta. Karlarnir munu koma sé fyrir í Kiwanishúsinu […]

„Ekki alveg sama kraftveiðin”

Vestmannaey_siglingu

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Vestmannaey hélt til veiða strax að löndun lokinni en áhöfn Bergs mun sækja Slysavarnaskóla sjómanna og mun skipið ekki láta úr höfn fyrr en á fimmtudagsmorgun. Á vef Síldarvinnslunnar er rætt við skipsjórana, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgi Þór Sverrisson á […]

Fjárhúsið á Breiðabakka

hbh_breidab_24

Fjárhúsið á Breiðabakka er næsti viðkomustaður Halldórs B. Halldórssonar. Þar er byrjaður sauðburður og mikið líf í sveitinni. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Vígðu nýja bekki í miðbænum

IMG_4859

Á fimmtudaginn sl. fór fram kynning og vígsla á nýjum bekkjum í lýðheilsu- og samfélagsverkefninu “Brúkum bekki”. Nýju bekkirnir eru allir staðsettir í miðbænum. Fram kom í máli Ólafar Aðalheiðar Elíasdóttur (Ólu Heiðu) – sem farið hefur fyrir verkefninu – að fyrir rúmum tveim árum hafi Unnur Baldursdóttir bent henni á þetta verkefni. „Hún sagði […]

ÍBV úr leik

DSC_8551

Eyjamenn sáu aldrei til sólar í oddaleik liðsins gegn FH-ingum í kvöld. FH náði fljótlega góðri forystu, komust til að mynda í 8-3. ÍBV náði þegar best lét að minnka muninn í 2 mörk en lengra komust þeir ekki. FH-ingar juku smá saman muninn þegar leið á leikinn og þegar flautað var til leiksloka höfðu […]

Misstu fimmtán gáma í sjóinn austan við Eyjar

gamar_eimskip_IMG_6291

Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, í lok mars. Skipið laskaðist við þetta og gáma hefur rekið á fjörur á Suðurlandi. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 21. mars, austan við Vestmannaeyjar, þegar Dettifoss var að sigla frá Reykjavík til Reyðarfjarðar. Frá þessu er greint á DV.is. Haft er eftir heimildarmanni DV að gleymst […]