Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Fram kemur í frétt á vef sjóðsins að stjórnin hafi samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2023.
Sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu 2023 voru samtals 2.195. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem að jafnaði greiða til sjóðsins með reglubundnum hætti í hverjum mánuði voru 1.725.
Iðgjöld til sjóðsins á árinu 2023, námu 2.451,4 milljónum króna sem er hækkun um 10,5% milli ára.
Heildar lífeyrisgreiðslur sjóðsins á árinu námu 3.184 milljónum króna sem er hækkun um 25,2% milli ára, eða 641 milljóna króna. Réttindi sjóðfélaga voru aukin um 10,3% á árinu og áunnin réttindi jöfnuð háð aldri.
Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 89.284 milljónir króna í árslok 2023, sem er hækkun uppá 7,4% frá fyrra ári. Hrein eign séreignardeildar nam 1059,7 milljónum króna sem er hækkun uppá 18% frá fyrra ári.
Hrein raunávöxtun sjóðsins er 0,17% á árinu m.v. 11,5% árið áður. Raunávöxtun séreignardeildar var jákvæð um 0,7%, safn I 0,6% og safn II 0,3%.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 6.522 milljónir króna eða 5,2% af heildarskuldbindingum en í árslok 2022 var staðan neikvæðum 5.008 millj.kr. eða 4,3%.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður haldinn í sal LSV að Skólavegi 2, miðvikudaginn 8. maí nk. klukkan 16:00. Hægt að skoða ársreikning sjóðsins hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst