Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um undirbúning fyrir forsetakosningarnar 1. júní nk. Í samráði við yfirkjörstjórn hefur verið ákveðið að kjörstaður fyrir kjósendur í Vestmannaeyjum verði í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Samkvæmt 30. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 skulu kjörskrár aðgengilegar almenningi til skoðunar á skrifstofum sveitarstjórna eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag og verður kjörskráin aðgengileg í Ráðhúsi Vestmannaeyja, segir í fundargerð bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst