„Ýmislegt öðruvísi en við erum vanir”

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gærmorgun að lokinni 30 tíma veiðiferð. Aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann spurður hvort menn séu ekki sáttir við aflabrögðin. „Jú, þetta er eins og […]
Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins. Fram kemur í könnuninni að 12 þjónustuþættir af 13 séu yfir meðaltali í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög á landinu. Almennt er ánægja með þjónustu sveitarfélaga að minnka samkvæmt könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Í 1. sæti […]
Göngutúr í blíðunni

Það skiptist á með skini og skúrum þessa dagana. Í gær var vorveður í lofti en í morgun var hvít jörð. Halldór B. Halldórsson fór í göngutúr um eyjuna í blíðunni í gær. (meira…)
Vonast til að geta opnað í apríl

81 m² skóladeild við leikskólann Kirkjugerði er nú komin niður á lóð leikskólans. Að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar virðast því miður alltaf verða einhverjar tafir við svona framkvæmdir. „Við vonumst til að geta opnað deildina síðar í þessum mánuði. Rafvirki er að leggja rafmagnið í húsnæðið og það á eftir að […]
VSV og ÍBV framlengja samstarfinu

Í dag undirrituðu ÍBV-íþróttafélag og VSV samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu ÍBV að VSV hafi í áraraðir styrkt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Það er ÍBV ómetanlegt að eiga jafn sterkan bakhjarl eins og Vinnslustöðina sem er einn […]
Enn fjölgar á ljósleiðara Eyglóar

Enn fjölgar húsum á ljósleiðaraneti Eyglóar. Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að sala inn á kerfið sé í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf í Vestmannaeyjum. Íbúar neðangreindra húsa […]
Hátt í 700 milljónir í ljósleiðara Eyglóar

Frá árinu 2021 hefur Vestmannaeyjabær eignfært vegna ljósleiðara 586 milljónir og áforma að kostnaður á þessu ári verði um 100 milljónir króna. Um er að ræða ljósleiðara í dreifbýli og í þéttbýli í Vestmannaeyjum. Í upphafi árs 2022 var félagið Eygló formlega stofnað. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og hefur það verkefni að leggja ljósleiðara […]
Aglow fundur í kvöld

Allar konur eru velkomnar á Aglow samveru í kvöld, miðvikudagskvöldið 3. apríl kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við byrjum með hressingu og samfélagi og kl. átta hefst samveran sem verður helguð innihaldi pákanna. Konurnar sem komu að gröfinni á páskadagsmorgni voru mjög hissa – Hann er upprisinn og þegar upprisan er íhuguð er hún eitt mesta undur […]
Framkvæmt í fjörunni

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi í Viðlagafjöru, þar sem Laxey reisir fiskeldi. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð í fjörunna í gær og sýnir okkur hér myndband af uppbyggingunni. (meira…)
Íbúafundur í dag

Í dag verður íbúafundur á vegum Vestmannaeyjabæjar vegna nýju hringrásalaganna og breytingu á sorpflokkun við heimili. Fundurinn hefst kl. 17.30 í Eldheimum. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan. (meira…)