Í dag undirrituðu ÍBV-íþróttafélag og VSV samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026.
Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu ÍBV að VSV hafi í áraraðir styrkt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Það er ÍBV ómetanlegt að eiga jafn sterkan bakhjarl eins og Vinnslustöðina sem er einn máttastólpum atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin leggur ríka áherlsu á að hér í Vestmannaeyjum sé blómlegt íþróttastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að það sé hægt.
Andrea Atladóttir, fjármálastjóri VSV og Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV skrifuðu undir samninginn í Gullbergi, nýjum líkamsræktarsal félagsins. Það var mikið líf í salnum á meðan, en þar voru 54 krakkar úr grunnskóla-akademíu ÍBV á æfingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst