Frá árinu 2021 hefur Vestmannaeyjabær eignfært vegna ljósleiðara 586 milljónir og áforma að kostnaður á þessu ári verði um 100 milljónir króna. Um er að ræða ljósleiðara í dreifbýli og í þéttbýli í Vestmannaeyjum.
Í upphafi árs 2022 var félagið Eygló formlega stofnað. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og hefur það verkefni að leggja ljósleiðara í öll hús í Vestmannaeyjum. Víðir Þorvarðarson er framkvæmdastjóri Eyglóar:
Efla hefur annast hönnun og ráðgjöf ásamt útboði vegna jarðvegsframkvæmda, blásturs ljósleiðara í rörin og tenginga. Lýsir hefur verið stærsti birginn á því efni sem notað er í kerfinu, Ísloft hefur séð um götuskápa en einhver hluti inntaksboxa koma frá Ískraft. Línuborun hefur annast um jarðvegsframkvæmdir og Geisli framkvæmir blásturinn og tengir ljósleiðara í húsin.
Heildarfjöldi tenginga verður um 1.500 og er kostnaður á hverja tengingu því um 450 þúsund krónur.
Fjölmargir hafa tengst
Rúmlega 600 tengingar er tilbúnar í dag og um 400 eru í dag að greiða fyrir línugjald. Mánaðartekjur utan virðisauka eru rétt rúmar 3 þúsund krónur.
Því er greitt í dag fyrir um 70% þeirra tenginga sem tilbúnar eru í dag. Aðrir aðilar á markaðnum eru Míla sem hafa ljósleiðara í ýmis hús ásamt öflugu ljósneti með kopartengingu í hús nærri miðbænum. Þá hefur 5G net komið til sögunnar en tvennum sögum fer af gæðum þeirrar tengingar.
Aðspurður segir Víðir að kerfið ætti að geta gefið 60-70 milljónir í tekjur á ári en miðað við ofangreindar 70% nýtingu ættu árstekjur félagsins að nema 40-50 milljónum á ári.
https://eyjar.net/risastor-fjarfesting-i-innvidum-baejarins/
https://eyjar.net/tidindamikid-ar-ad-baki/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst