Rasmus aftur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV. Rasmus er ekki að koma í fyrsta skiptið til ÍBV en þessi 34 ára gamli miðvörður kom einnig til liðsins árið 2010, 20 ára gamall. Rasmus lék […]
Lundar sendir til Bretlands í endurhæfingu

Sædýrasafnið Sea Life Trust hefur undanfarin ár verið með nokkra lifandi lunda á safninu auk þess sem að safnið stendur að björgunarstarfi á lundum og lundapysjum. Samkvæmt heimildum Eyjar.net stendur til að flytja nokkra þeirra úr landi. Skömmu eftir að Eyjar.net sendi Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra Sea Life Trust fyrirspurn vegna málsins birtist á facebook-síðu safnsins […]
5,3 milljarða hagnaður Ísfélagsins

Ársreikningur Ísfélagsins var kynntur í dag, en óhætt er að segja að árið í fyrra hafi verið viðburðarríkt hjá félaginu. Hæst ber að nefna sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. en sameinað félag var í kjölfarið skráð á markað. Heildarafli skipanna var rúmlega 151 þúsund tonn og var bolfiskafli skipa félagsins tæp 24 þúsund […]
Sá fréttirnar og hafði samband!

Lottóvinningshafinn sem var einn með allar tölur réttar um síðustu helgi er fundinn og er fyrir vikið hátt í 9 milljón krónum ríkari. Sú heppna hafði keypt miðann í appinu en var aðeins með heimasíma skráðan og úrelt netfang. Þegar fréttir tóku að birtast um leitina, Kíkti hún líkt og fleiri því í appið til […]
Á veiðum um páskana

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir í Eyjum í gær. Bæði skip voru með fullfermi en þau hafa að undanförnu landað á tveggja til þriggja daga fresti. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður fyrst um aflann og hvar hefði verið veitt. „Aflinn er […]
Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta

Helga Þórisdóttir, sem hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar undanfarin rúm átta ár, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Blaðamannafundurinn var haldinn á heimili Helgu í Reykjavík, en hún sagðist vilja bjóða heim til að þjóðin gæti kynnst sér betur. „Mín áhersluatriði sem forseti eru […]
Páskaveðrið

Páskarnir eru framundan og ekki úr vegi að líta til veðurs. Veðurspá Veðurstofu Íslands má sjá hér að neðan. Veðurhorfur á landinu Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 suðaustantil. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan- og suðvestantil að […]
Helgihald í Landakirkju á páskum

Það styttist í páska og því rétt að fara yfir helgihald Landakirkju i dymbilviku og á páskum. Á skírdag er altarisgangan í hávegum höfð og altarið afskrýtt við lok messu sem tákn um niðurlægingu Krists. Þjáningin og píslarsagan er síðan þema föstudagsins langa. Lesarar héðan og þaðan koma að lestri píslarsögunnar. Páskadagsmorgun er síðan gleðimorgun […]
Annar býr erlendis en hinn ófundinn

Íslensk kona sem er búsett á Norðurlöndunum var ein með allar tölur réttar í Lottó laugardaginn 16. mars síðastliðinn og fékk fyrsta vinning því alveg óskiptan, rétt tæpar 9 skattfrjálsar milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Getspá/Getraunum. Konan sem vinnur í heilbrigðisgeiranum, kom til landsins á dögunum til að taka á móti stóra vinningnum. […]
ÍBV mætir botnliðinu á útivelli

Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Á Selfossi verður sannkallaður Suðurlandsslagur, þar sem heimamenn taka á móti ÍBV. Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sigraði FH sem er á toppi deildarinnar í síðustu umferð. Selfyssingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og er liðið á botninum með aðeins 8 stig […]