Georg tekur sæti á Alþingi

Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun taka sæti á Alþingi eftir helgi. Aðspurður um hvaða mál hann stefni á að taka upp á þinginu segir Georg að hann hafi skoðanir á öllum málum. „Ég hef kannski sérstakan áhuga á að ræða sjávarútvegsmálin, bæði þá staðreynd að kvótakerfið er 40 ára gamalt í ár […]

Fyrsti leikur ÍBV í deildinni í dag

Karlalið ÍBV hefur leik í Lengjudeildinni í dag, þegar liðið mætir Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli. Bæði lið hafa lokið keppni í Mjólkurbikarnum, ÍBV tapaði gegn Grindavík á meðan Dalvík/Reynir tapaði fyrir Aftureldingu. Það má því búast við baráttuleik á Dalvíkurvelli í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.00.   (meira…)

Þór, þyrla og Lóðsinn í útkall – uppfært

DSC_20025

Land­helg­is­gæsl­an var kölluð út laust eft­ir klukk­an 22 í kvöld eft­ir að leki kom að drátt­ar­bátn­um Gretti Sterka úti fyr­ir suðaust­ur­strönd Íslands. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins. Þar er haft eftir Jóni Þór Víg­lunds­syn­i, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar að björg­un­ar­skipið Þór, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Lóðsinn úr Vest­mann­aeyj­um komi öll að björg­un­araðgerðum. Er ástandið á skip­inu […]

Lena María í fyrsta sæti

Lena María Magnúsdóttir var í fyrsta sætið í upplestrarkeppninni Röddinni. Lokahátíð Raddarinnar var haldin í Safnaðarheimilinu við Dynskála á Hellu þann 30. apríl sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að það hafi verið Grunnskólinn á Hellu sem hélt utan um undirbúning og framkvæmd lokakeppninnar í ár. Keppendurnir komu frá Grunnskóla Vestmannaeyja, Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Hvolsskóla, Grunnskólanum […]

Rustan verður forstöðumaður fiskeldis

rustan-laxey_is_cr

Búið er að ráða í starf forstöðumanns fiskeldis hjá Laxey. Fram kemur á vefsvæði fiskeldis-fyrirtækisins að Rustan Lindquist hafi verið ráðinn í stöðuna. „Rustan mun hefja störf 1. september en mun þangað til verða í ráðgjafar hlutverki varðandi tæknilega hönnun og áætlanir. Þekking og reynsla sem Rustan hefur á sviði fiskeldis mun hjálpa Laxey mikið […]

Pítsugerðin opnar á ný

20230621_190349

Veitingastaðurinn Pítsugerðin við Bárustíg hefur opnað aftur eftir vetrarlokun. Pítsugerðin er eini staðurinn í Eyjum sem býður uppá eldbakaðar pítsur. Í tilkynningu segir að opnunartíminn verði fimmtudaga 17:00-21:00 og föstudaga og laugardaga frá klukkan 11:30 – 21:00 til þess að byrja með en breytist svo í opnun alla daga í júní. Pítsugerðin fékk andlistlyftingu fyrir […]

Viljayfirlýsing um nýja tækni ölduvirkjana

hafafl_unirrit_vestm_is

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Eyvar Örn Geirsson, framkvæmdastjóri Haf-Afls undirrituðu í lok síðasta mánaðar viljayfirlýsingu fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og Haf-Afls sem lýtur að því að kanna forsendur og hagkvæmni fyrir uppsetningu ölduvirkjana við Vestmannaeyjar. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að um sé að ræða nýja tækni þar sem tilgangurinn er að tryggja samfélögum raforkuöryggi […]

Ein athugasemd barst

ithrotta-6.jpg

Breytt deiliskipulag við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nú í vikunni. Á fundinum var lögð fram til samþykkis – að lokinni auglýsingu – tillaga að breyttu deiliskipulagi Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir búningsklefa norðan við íþróttasal. Ein athugasemd barst vegna málsins frá Haraldi Pálssyni, […]

Vorhátíð Landakirkju

vorhatid__landak

Árleg uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar, Vorhátíð Landakirkju fer fram á sunnudagsmorgun 5. maí nk. kl. 11:00. Um er að ræða fjölskyldumessu þar sem tónlistin veður fyrirferðamikil í bland við það fjör sem einkennir sunnudagaskólann. Að lokinni messunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og prins, segir í frétt á vef Landakirkju. (meira…)

Viljayfirlýsing um úrlausn ágreinings

vatnslo_08_opf

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa í tvo vinnuhópa samkvæmt viljayfirlýsingunni, segir í bókun bæjarráðs. Í niðurstöðu segir að bæjarráð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.