Ein ferð til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð fyrri hluta dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 (Farþegar sem áttu bókað kl .08:15 og 10:45 færast). Því miður passar áætlunarferð Strætó ekki við brottför frá Landeyjahöfn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag verður gefin út tilkynning […]

Bikarúrslit í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Í dag verður leikið til úrslita í bikarkeppninni í handbolta – Poweradebikarnum. Leikið er í Laugardalshöll. Karlamegin mætast ÍBV og Valur. Valsmenn slógu út Stjörnuna á miðvikudaginná meðan Eyjamenn lögðu Hauka. Búast má við mikilli stemningu í Laugardalshöll í dag. Fjölmargir hafa lagt leið sína til Reykjavíkur frá Eyjum til að styðja við bakið á […]

„Kærleikur er magnað verkfæri“

DSC_4635

Aðalfundur Krabbavarnar var haldinn í gær. Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir formaður félagsins segir í samtali við Eyjar.net að á fundinum hafi verið farið yfir starfsárið 2023 sem var mjög fjölbreytt. Unnið var að föstum viðburðum sem hafa tilheyrt félaginu til margra ára ásamt öðrum uppákomum eins og gríðarlega vel heppnuðu bleiku kvöldi og opnu húsi þar […]

ÍBV bikarmeistari í 4. flokki

423737624_1154245715939461_4347898992614942355_n

ÍBV sigruði í kvöld Stjörnuna í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna. Leikurinn endaði með 25 – 14. Staðan í hálfleik var 11 – 7 ÍBV í vil. Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV skoraði 8 mörk í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn. Sannarlega glæsilegur árangur. (meira…)

Mæta botnliðinu fyrir norðan

handb_sunna_ibv_2022_opf

Einn leikur fer fram í Olís deild kvenna í dag. Þá tekur lið KA/Þórs á móti ÍBV í KA heimilinu. Um er að ræða frestaðan leik úr 15. umferð. Lið KA/Þórs er á botni deildarinnar með 5 stig en Eyjaliðið er í fjórða sæti með 18 stig úr 17 leikjum. Flautað verður til leiks klukkan […]

Tjón á Gjábakkabryggju

tjon_bryggju_opf_min

„Já, það varð sig þarna síðasta föstudag og var þá svæðið girt af.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri aðspurð um tjón sem varð á Gjábakkabryggju nýverið. Að sögn Dóru Bjarkar er Gjábakkakantur mjög gamall og hefur verið til vandræða síðustu ár hvað varðar sig. „Núna er verið að bíða eftir að skip sem liggur við […]

Ósk um betri kynningu

20230813_innsigling_nyja_hraun

Skipulagsmál hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur í Vestmannaeyjum. Á það einkum við um stækkun hafnarinnar og hvar hægt sé að koma við nýjum hafnarköntum. Bæjaryfirvöld kynntu í byrjun árs tillögur að aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í nóvember sl. „Þörf fyrir stækkun á gámasvæði“ Fram kom í skipulagslýsingunni að […]

Hljómsveitin Muntra gefur út sitt fyrsta lag

muntra_ads

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sína fyrstu smáskífu, hið fallega færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. janúar sl. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar. Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 14:00 í dag. Á þessum árstima er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt […]

Kostar um 5 milljarða á ári

grv_gegn_matarsoun_cr

Síðdegis í dag undirrituðu Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og breiðfylk­ing stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­markaði, Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og Samiðn, nýj­an kjara­samn­ing. Um er að ræða lang­tíma­samn­ing sem gild­ir frá 1. fe­brú­ar 2024 til 31. janú­ar 2028. Ríkið leggur til allt að 75% Fram kom í tilkynningu frá ríkisstjórninni undir kvöld að útfærð verði leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.