ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. áfram í samstarfi

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur […]
Sjóhreinsivél tekin í gagnið

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar, segir í umfjöllun á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Frábærlega gott vatn Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. […]
Bikarslagur í Eyjum

8-liða úrslit bikarkeppni karla hefjast í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Ef gengi þessara liða í deildinni er skoðað má búast við hörku leik því liðin eru hlið við hlið í töflunni. Afturelding í þriðja sæti og Eyjamenn í því fjórða. Flautað verður til leiks klukkan 13.30 í Eyjum […]
Ferðum fjölgar eftir helgi

Herjólfur hóf á ný siglingar til Landeyajahafnar í vikunni. Í dag og á morgun eru sigldar þrjár ferðir á dag bundið við flóðatöflu. Í nýrri tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferjan sigli á háflóði til Landeyjahafnar, mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09.30, 17:00 og 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn […]
Löður opnar í Eyjum

Sextánda Löður stöðin var að opna, en sú er í Vestmannaeyjum. Stöðin er snertilaus og tekur einungis 7-8 mínútur að fara þar í gegn með bílinn. Að sögn Harðar Inga Þórbjörnssonar – sem unnið hefur að opnun stöðvarinnar – er mikil ánægja innan fyrirtækisins með að vera búin að opna stöðina í Eyjum. ,,Við erum […]
Sextíu saman komin að blóta þorra

„Það var hörkumæting á blótið í ár. Við vorum um sextíu saman komin, mættum klukkan sex og vorum að fram yfir klukkan níu. Mjög vel heppnað og afar þakklátir gestir sem kvöddust að teitinu loknu,“ segir Þór Vilhjálmsson um þorrablót Vinnslustöðvarinnar til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum sínum og mökum þeirra að kvöldi fimmtudagsins 8. febrúar. Borðin […]
Framkvæmt við höfnina

Framkvæmdir standa nú yfir við lagnaskurð í Vestmannaeyjahöfn. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdina í gegnum linsuna. Kíkjum á það. (meira…)
Ný gjaldskrá gnæfir yfir aðra

Nú hafa tekið gildi lög tengd hinu svokallaða hringrásarhagkerfi. Nýju lögin skikka sveitarfélögin til þess að rukka alla fyrir sorp sem kemur á móttökustað og hafa sveitarfélögin ekki heimild til þess að greiða með málaflokknum. Í Vestmannaeyjum hefur t.d. sveitarfélagið verið að greiða tugi milljóna með þessum málaflokki árlega. Fram kemur á heimasíðu Vestmannaeyjabærjar að […]
Mæta toppliðinu á útivelli

Einn leikur fer fram í Olís deild kvenna í dag. Valsstúlkur taka þá á móti ÍBV á Hlíðarenda. Valur í toppsætinu með 30 stig, en Eyjaliðið er í því fjórða með 16 stig, en Valur hefur leikið tveimur leikjum meira en ÍBV. Flautað verður til leiks klukkan 17.30 í dag. (meira…)
Víðir til liðs við ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV. Víði þekkja allir Eyjamenn en […]