Nú hafa tekið gildi lög tengd hinu svokallaða hringrásarhagkerfi. Nýju lögin skikka sveitarfélögin til þess að rukka alla fyrir sorp sem kemur á móttökustað og hafa sveitarfélögin ekki heimild til þess að greiða með málaflokknum.
Í Vestmannaeyjum hefur t.d. sveitarfélagið verið að greiða tugi milljóna með þessum málaflokki árlega. Fram kemur á heimasíðu Vestmannaeyjabærjar að bæjarfélagið hafi ekki verið að rukka íbúa þegar þeir fara á móttökustöð við Eldfellsveg heldur hefur verið að greiða með móttökustöðinni og nam kostnaðurinn við það fyrir árið 2023 um 93 milljónir króna.
Snúa vörn í sókn
En á því verður breyting nú. Vestmannaeyjabær ásamt fleiri sveitarfélögum hafa undanfarið kynnt sínar gjaldskrár sem fara á eftir. Við fyrstu sýn virðist Vestmannaeyjabær ætla tefla fram gjaldskránni sem var notuð áður þegar einungis fyrirtæki voru rukkuð fyrir móttöku á sorpi á endurvinnslustöð.
Við eftirgrennslan á gjaldskrám hjá öðrum sveitarfélögum kemur í ljós að Vestmannaeyjabær trónir þar á toppi varðandi gjaldtöku. Önnur sveitarfélög komast ekki í hálfkvisti við Vestmannaeyjar.
Því er eðlilegt að velta upp hvort bæjaryfirvöld ætli að snúa vörn í sókn í sorpmálum og í stað þess að greiða með málaflokknum, eigi að sækja dágóðar tekjur úr honum. Fljótt á litið gæti sveitarfélagið hagnast um tugi milljóna árlega m.v. núverandi gjaldskrá.
Samanburður
Skoðum einfalt dæmi þar sem fljótlega fer að vora og vorhreingerningin fer í gang hjá fólki.
Í þessu dæmi er tökum við king size rúmdýnu, 3 svarta ruslapoka af blönduðum úrgangi og 1/4 rúmmetri af lituðu timbri. Flest sveitarfélög ætla rukka eftir vigt en einhver eftir rúmmetrum.
Í þessu dæmi er reiknað með að rúmdýnan sé 1,8 x 2 x 0,4 á stærð eða 1.44 rúmmetrar og reiknað er með að hún sé 50 kg að þyngd. Svartur ruslapoki er 160 lítrar og hægt að reikna með að hann sé um 140 lítar þegar búið er að binda fyrir hann. Reiknum með að hver poki vigti 15 kíló.
Tvö sveitarfélög skera sig verulega úr þessum samanburði. Hornafjörður sker sig þannig frá að gjaldskrá hjá einstaklingum er verulega lág en gjaldskrá fyrir fyrirtæki er hærri og svipuð gjaldskrám hjá öðrum sveitarfélögum að Vestmannaeyjum undanskildum sem eru með margfalda gjaldskrá á við önnur sveitarfélög.
Þá má einnig nefna að sum sveitarfélög ætla bjóða íbúum upp á svokölluð klippikort og má t.d. nefna að Hvolsvöllur býður íbúum upp á klippikort sem duga fyrir 5 rúmmetrum á ári. Það jafngildir 179.870 kr hér í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst