Mikkel þjálfar áfram hjá ÍBV

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling verður áfram starfandi hjá ÍBV út árið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Mikkel sem er 32 ára Dani hefur verið markmannsþjálfari og aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla og kvenna og eru mikil gleðitíðindi að hann verði áfram hjá félaginu. Mikkel hefur starfað hjá félaginu við góðan orðstír síðastliðin tvö […]
Allt að 600 tonn á sólarhring

Hafist var handa í dag við að tengja nýjan sjóhreinsibúnað við vatnskerfi landvinnslunnar Vinnslustöðvarinnar. Tækin eru í gámi sem komið var fyrir á sínum stað á athafnasvæðið fyrirtækisins og verða tekin í gagnið innan tíðar. Þeim er ætlað að breyta sjó í eins hreint drykkjarvatn og unnt er yfirleitt að fá, segir í frétt á […]
619 milljónir í Landeyjahöfn í fyrra

Fram til ársins 2020 (að því meðtöldu) var stofn- og fjárfestingakostnaður við Landeyjahöfn um 8,2 ma.kr. Stærsti einstaki liðurinn er viðhaldsdýpkun (eða um 45%) og vakti Ríkisendurskoðun athygli á því í stjórnsýsluúttekt að hann væri á 10 árum, orðinn hærri en kostnaður við byggingu hafnarinnar sjálfrar auk endurbóta (3,3 ma.kr.). Þá var bent á í […]
Rúmlega 30% hækkun

HS Veitur hf. hafa tilkynnt um 18% hækkun á gjaldskrá til húshitunar í Vestmannaeyjum og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. Þetta er önnur hækkunin á stuttum tíma því í september sl. hækkaði gjaldskráin um 15%. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Bæjarstjóri hefur sent fyrirspurn á orkumálastjóra og orkumálaráðherra og […]
Leggja til að Drífa verði ráðin

Starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar var auglýst laust til umsóknar í lok síðasta árs. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að fyrir ráðinu hafi legið vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá […]
Algjört ráðaleysi af hálfu ríkisins

Siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafa verið afar stopular frá því í október og þá fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Þá hefur þurft að sigla til hafnarinnar á háflóði þegar önnur skilyrði eru til staðar. Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja segir að öllum sé ljóst að höfnin sé ekki sú heilsárshöfn […]
Blómlegt mannlíf

Mannlífið var blómlegt í Eyjum í fyrra. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar þar sem hann fer yfir hvaða fólk varð á vegi hans á nýliðnu ári. (meira…)
Lönduðu fullfermi í heimahöfn

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í gær. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Vestmannaey hafi landað í gærmorgun og Bergur síðdegis. Rætt er við skipstjóra beggja skipanna og sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, að veiðin hefði verið misjöfn í túrnum. „Við fengum tvo afar góða neista í […]
Metfjöldi útkalla

Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 skipti. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall […]
Skipulögð lekaleit hafin

Þar sem neðansjávarvatnslögnin fyrir neysluvatn er mikið löskuð og lýst hefur verið yfir hættustigi Almannavarna er mikilvægt að undirbúa þann möguleika að lögnin gefi sig. Liður í því er að huga að vatnssparnaði með það að markmiði að neysluvatnsbirgðir dugi sem lengst hætti lögnin að skila vatni til Eyja, segir í tilkynningu á vefsíðu HS […]