Veiðarnar fara rólega af stað

Uppsjávarskip Ísfélagsins hófu árið á kolmunnaveiðum. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins fór Heimaey af stað 3. janúar og Sigurður hélt til veiða í gær. Veiðisvæðið er suður af Færeyjum við miðlínu. Að sögn Eyþórs fara veiðarnar rólega af stað en Heimaey er komin með 600 tonn. „Við erum með ca. 15.000 tonna kvóta í […]
Dósasöfnun ÍBV

Í dag, 8. janúar verður hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags. Í tilkynningu frá ÍBV segir að gera megi ráð fyrir því söfnunin hefjist upp úr klukkan 18:00. Farið verður á milli húsa og safnað, en þeir sem ekki eru heima á þessum tíma geta skilið poka eftir fyrir utan hurðina hjá sér. Jafnframt er […]
Jólin kvödd – myndir

Jólin voru kvödd með formlegum hætti í þrettándamessu í Stafkirkjunni í dag. Séra Viðar Stefánsson messaði. Tónlistin var í höndum tríós Þóris Ólafssonar, en setið var í öllum sætum í kirkjunni í dag. Fleiri myndir frá messunni má sjá hér að neðan. (meira…)
Fullfermi landað eftir 36 tíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða aðfaranótt 2. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og landaði síðan fullfermi í Eyjum 36 tímum síðar eða eftir hádegi á miðvikudag. Hér er um að ræða fyrstu löndun skips í Síldarvinnslusamstæðunni á árinu 2024. Afli Vestmannaeyjar var mest þorskur, ýsa og ufsi og var um ákaflega fallegan fisk […]
Bónus-vinningur til Eyja

Lottópotturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmar 213 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum og hinn í Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a í Kópavogi. Fimm miðaeigendur voru með 2. vinning […]
Siglt til Þorlákshafnar á morgun

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar á morgun, sunnudag samkvæmt hefðbundinni áætlun og þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00.Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Þeir farþegar sem ætla […]
Þrettándinn í myndum

Það var mikið um dýrðir á Þrettándagleði ÍBV í gærkvöldi. Jólasveinarnir komu af fjöllum auk fjölda kynjavera og trölla sem sameinuðust í Löngulág. Óskar Pétur Friðriksson fylgdi göngunni eftir og smellti af á þriðja hundrað myndum. (meira…)
Grímuball Eyverja – myndir

Grímuball Eyverja var venju samkvæmt haldið í dag. fjöldi barna mættu á ballið í allskyns búningum og var mikið lagt í flesta þeirra. Myndasyrpu frá ballinu má sjá hér að neðan. (meira…)
Siglt á háflóði

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar á háflóði næstu tvo daga skv .eftirfarandi áætlun: Föstudagur 5.janúar Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 (Áður 07:00), 12:00, 22:00 (Áður 17:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:00 (Áður 10:45), 13:00, 23:15 (Áður 20:45) Laugardagur 6.janúar Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 11:00 (Áður 07:00), 13:00, 22:00(Áður 17:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. […]
Segja aðstæður til dýpkunar krefjandi

Árið 2023 voru fjarlægðir 340 þúsund rúmmetrar af sandi í og við Landeyjahöfn sem er hundrað þúsund rúmmetrum meira en árið 2022. Þrátt fyrir það hefur Landeyjahöfn verið ófær að hluta eða öllu leiti, vegna dýpis eða veðurs, 134 daga árið 2023 samanborið við 108 daga árið á undan. Skýringin felst í mun meiri efnissöfnun […]