Þrettándablað ÍBV komið út

Þrettándagleði ÍBV verður haldin á morgun föstudaginn 5. janúar kl. 19:00. Af því tilefni er komið út Þrettándablaðið 2024. Fram kemur á vef ÍBV að í blaðinu séu viðtöl við leikmenn úr öllum meistaraflokksliðum ÍBV í handbolta og fótbolta. Annáll þar sem framkvæmdastjóri félagsins fer yfir árið er einnig í blaðinu. Hægt að skoða blaðið […]

Sinntu sjúkraflutningum sjóleiðina

IMG_0190_2_thor_ads

Björgunarskipið Þór sinnti í dag sjúkraflutningum, bæði frá Vestmannaeyjum og til. Klukkan 9 í morgun var áhöfn Þórs kölluð út til að flytja sjúkling frá Vestmannaeyjum. Sjúkrabíll flutti sjúkling að Þór og var hann kominn um borð í björgunarskipið klukkan 9:35 og lagt var af stað áleiðis í Landeyjahöfn fimm mínútum síðar. Siglingin í Landeyjahöfn […]

Verðskrá hitaveitu hækkar aftur

kyndist_hs

HS Veitur tilkynntu í lok síðasta árs um hækkun á verðskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum á heimasíðu sinni. Er þetta önnur hækkunin sem tilkynnt er um á einungis fjórum mánuðum. Í tilkynningu HS Veitna segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að heitt vatn er […]

Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 07:00 í fyrramálið.  Ef Herjólfur siglir til Þorlákshafnar er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og frá Þorlákshöfn […]

Veiðar hefjast á nýju ári

bergey_bergur_op

Vestmannaey VE hélt til veiða að afloknu jóla- og áramótafríi um miðnætti 1. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og hefur aflað vel. Gert er ráð fyrir að það komi til löndunar á morgun. Bergur VE mun halda til veiða í dag, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að Gullver NS sé […]

Fyrsta Aglow kvöld ársins

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs árið 2024. Fyrsta Aglow kvöld ársins 2024 verður í kvöld 3. janúar kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er […]

Tilkynning frá Herjólfi

herj_fani

Herjólfur ohf. hefur gefið út áætlun vegna siglinga þann 3. janúar 2024. Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að ákveðið hafi verið að bíða með að taka ákvörðun um siglingar fyrri hluta miðvikudags þar til klukkan 07:00 í fyrramálið. Spá gefur til kynna hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á morguninn. Að því sögðu verða brottför sem […]

Rafmagnslaust í Eyjum – uppfært

Vestmannaeyjastrengur 3, VM3, leysir út í rimakoti – Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á vef Landsnets. Þar segir jafnframt að verið sé að skoða hvað olli útleysingunni. Uppfært kl. 11.39: Rafmagn er komið á í Vestmannaeyjum í gegnum Vestmannaeyjastreng 1, segir í nýrri uppfærslu Landsnets. Uppfært: Vestmannaeyjastrengur 3 er komin í eðlilegan rekstur […]

Listaverk á Heimakletti

20231103_201615

Í tengslum við Safnahelgi í Eyjum í haust – og sem einskonar lokapunktur hátíðarhalda í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá gosi – var sett upp myndlistaverk sem fólst í að sýna Heimaklett í allskonar ljósi. Og undir hljómaði frumsamin tónlist eftir Júníus Meyvant. Ljósalistin er eftir Örn Ingólfsson. Þetta myndband sem Matthew […]

Álfsnesið við dýpkun

lan_alfsn

„Álfsnesið er við dýpkun núna og Herjólfur IV er að sigla í Landeyjahöfn.“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um stöðuna á dýpinu og vinnu við dýpkun í og við Landeyjahöfn. Það voru góðir dagar í lok síðasta árs sem ekki voru nýttir til dýpkunar. Hvers vegna var það? Dagarnir milli jóla og nýjárs […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.