Tilkynning frá Herjólfi
2. janúar, 2024
herj_fani
Herjólfur. Eyjar.net/TMS

Herjólfur ohf. hefur gefið út áætlun vegna siglinga þann 3. janúar 2024.

Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að ákveðið hafi verið að bíða með að taka ákvörðun um siglingar fyrri hluta miðvikudags þar til klukkan 07:00 í fyrramálið.

Spá gefur til kynna hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á morguninn. Að því sögðu verða brottför sem hér segir: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:00. Brottför frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn kl. 10:45.

Tilkynning verður send út kl. 07:00 í fyrramálið í hvor höfninni kemur til með að vera siglt í. Tilkynning vegna siglinga seinnipartinn verður gefin út kl. 15:00.

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst