Moli brá á leik með yngri flokkunum

Verkefnið, Komdu í fótbolta, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans heldur áfram og hefur Siguróli Kristjánsson, kallaður Moli, umsjón með verkefninu. Moli mætti á æfingu hjá yngri flokkum ÍBV í morgun. Setti hann upp æfingar, hvatti krakkana áfram og gaf þeim buff og plaköt. Félagið fékk bolta að gjöf og var mikið stuð. (meira…)
Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta stútfullt af flottu efni

Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta kemur út eftir næstu helgi og er stútfullt af efni sem tengist þjóðhátíð fyrr og nú. Spjallað er við lögreglustjóra og framkvæmdastjóra ÍBV sem ásamt stórum hópi fólks vinnur hörðum höndum við undirbúning hátíðarinnar sem nú er að verða að veruleika eftir þriggja ára hlé. Búningum á þjóðhátíð og búningakeppninni eru gerð skil, […]
Fyrsti sigur í þrettándu umferð

Fyrsti siguleikur ÍBV á tímabilinu bauð upp á allt sem einn fótboltaleikur getur boðið upp á. Spennu, hraða, vítaspyrna í súginn, sigurmark á lokamínútunni og síðast en ekki síst þrennu Halldórs Þórðarsonar sem tryggði Eyjamönnum sigur á Val á Hásteinsvelli, 3:2. ÍBV hafði frumkvæði í leiknum og var 1:0 yfir í hálfleik. Komst í 2:0 […]
Allt undir hjá ÍBV gegn Val

Eftir grátlegt tap, 4:3 gegn KA fyrir norðan er ÍBV komið með bakið upp að vegg með aðeins fimm stig á botni Bestu deildar karla. Það er því mikið undir þegar karlarnir mæta liði Vals á Hásteinsvelli í dag kl. 16:00 í 13. umferð deildarinnar. Valur er í fimmta sæti með 20 stig og tapaði […]
KFS enn á fljúgandi siglingu

KFS er á fljúgandi siglingu eftir 2:1 sigur á Týsvelli í dag á móti sterku liði Kára frá Akranesi. Tómas Bent Magnússon og Ásgeir Elíasson skoruðu mörk KFS. Liðið lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar og er með 18 stig eftir 11 leiki. KFG og Viðir eru í efstu sætunum með 24 stig eftir […]
ÍBV – Samkomulag um sáttanefnd

Í dag kl 15:00 mættust forsvarsmenn handknattleiksdeildar, knattspyrnudeildar og aðalstjórnar til að undirrita samkomulag um skipun sáttahóps. Aðalstjórn dregur ákvörðun um breytta skiptingu tekna til baka frá 15. mars sl. gegn því að sáttahópur um skiptingu milli deilda verði skipaður í félaginu. Sáttahópurinn skal skipaður fimm aðilum, tveimur aðilum frá hvorri deild í félaginu, alls 4 aðilar, […]
Ný skilti og útgáfudagskrá

Hinn 16. júlí eru 395 ár liðin frá því að alsírsk ræningjaskip komu hér til Vestmannaeyja, rændu, brenndu, drápu 36 Vestmannaeyinga og tóku með sér 242 manneskjur héðan til Alsír, í Barbaríið, eins og Íslendingar kölluð Alsír á þeim tíma. Þar beið fólksins þrældómur og ill meðferð. Um 200 íbúar urðu eftir í Vestmannaeyjum, þjakaðir […]
Þurfum að halda einbeitningunni áfram

Hlé er nú á leikjum í Bestu deild kvenna vegna Evrópumeistaramótsins í Englandi. Við fengum þjálfara kvennaliðsins, Jonathan Glenn í stutt spjall en hann hefur náð góðum árangri með ÍBV það sem af er sumri og liðið situr í þriðja sæti deildarinnar. Var Jonathan valinn besti þjálfari fyrrihluta tímabilsins þegar það var gert upp á […]
Félagið okkar í mestu ógöngum frá stofnun ÍBV íþróttafélags

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún óskar þess að Þjóðhátíð fari fram með friði og spekt. Áður hafði aðalstjórn tekið ólöglega og ranga ákvörðun sem hún vissi að myndi sprengja félagið, en fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins hafði tjáð núverandi framkvæmdastjóra það áður en ákvörðunin var tekin að sú yrði afleiðingin. Hver […]
Lagning ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyja

Undanfarna daga hafa undarleg tæki sést að störfum í Dverghamrinum þegar tvær götufræsivélar hófu að fræsa raufar í malbikið fyrir ljósleiðaralögn. Hér eru á ferð starfsmenn Línuborunar sem eru að byrja að leggja blástursrör fyrir nýtt fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar, Eygló ehf. Eygló ehf. mun halda utan um lagningu ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyjabæjar. Félagið er […]