- Heilsan - Halló rútína!
27. ágúst, 2022

Haustið er tími endurnýjaðs skipulags, þá tekur við ný dagskrá eftir sumarfrí, þó það megi deila um hvort sumarið hafi yfir höfuð heimsótt okkur þetta árið.

Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og allir fjölskyldumeðlimir eru komnir í nýja rútínu.

Þriggja ára uppsöfnuð þörf
Það sem ekki síður fylgir haustinu er heilsuræktin, en fyrir marga er hún órjúfanlegur þáttur rútínunnar sem tekur gjarnan við á haustmánuðum. Í ár má segja að haustdagskrá heilsuræktarstöðva sé að hefjast af alvöru eftir þriggja ára lægð, og það má finna það á þjálfurum og eigendum heilsuræktarstöðvanna að eftirvæntingin og tilhlökkunin er mikil að fá að starfa án hindrana og takmarkana í vetur.

Eftirvænting meðal iðkenda er ekki síðri, þau sem blaðamaður hefur talað við, upplifa nú síður kvíða og hræðslu við að stíga inn fyrir þröskuld heilsusamlegasta húsnæðis landsins. Þriggja ára uppsöfnuð þörf fyrir heilsbót er til staðar hjá mörgum og þörfin er víða mikil. Því á meðan heimsfaraldur stóð hér yfir og almenningi var meinaður aðgangur að heilsuræktinni, jókst sala á gosdrykkjum og snakki um marga tugi prósenta. Ef áður var þörf fyrir hreyfingu og heilsurækt, þá er núna nauðsyn.

Ekki nóg að labba
Líkaminn okkar er hannaður fyrir hreyfingu, miklu meiri hreyfingu en flest okkar gera sér grein fyrir. Margir nota snjallúr og telja skrefin sín þar sem markmið dagsins eru 10 þúsund skref, en kannski væri nærri lagi að stefna að lágmarki á 10 þúsund skref.

Við búum yfir svo fjölbreyttri hreyfigetu í kroppnum okkar og eigum að hreyfa okkur í allar áttir; upp, niður, hægri, vinstri. Við þurfum líka að setja mismunandi álag á hann; þol-, styrktar- og kraftþjálfun er eitthvað sem þarf, til að viðhalda góðu heilbrigði.

Við ættum að tryggja okkkur fjölbreytta fæðu til að fylla á orkubirgðir líkamans, sérstaklega þegar við hreyfum okkur. Best er að fæðan sé sem allra hreinust og minnst unnin, þannig inniheldur fæðan fullt af orku og góða næringu.

Mestu skiptir þó að hafa gaman af því að rækta líkama og sál! Því ef það reynist ekki gaman að sinna heilsunni, er of auðvelt að hætta því. Og þar erum við í góðum málum hér í Vestmannaeyjum, því framboð á heilsurækt er með besta móti hvernig sem á það er litið; mikil fjölbreytni í þjálfun er til staðar og þjálfarar eru með ýmsan bakgrunn og sérhæfingu.

Við fullyrðum því með nokkurri vissu, að hér ættu allir að geta fundið heilsurækt við sitt hæfi. Gleðilega rútínu framundan!

Eygló Egilsdóttir – Ýtarleg úttekt á því sem er í boði í heilsurækt í Vestmannaeyjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst