Glaðlyndur og með trú þrátt fyrir mótbárur
27. ágúst, 2022

Erlingur Richardsson handboltaþjálfari er flestu Eyjafólki vel kunnur, hann hefur alla tíð verið vel virkur í íþróttahreyfingunni og er í sífelldri leit að betri nálgun á verkefnin sín, hver sem þau eru hverju sinni. Sem dæmi má nefna að þegar Erlingur þjálfaði meistaraflokk kvenna í handbolta ÍBV, þegar blaðamaður var þá enn að æfa íþróttina, innleiddi hann nokkuð nýtt í æfingatöfluna, en það kallaðist þá þrek. Í dag er ekki til það handboltalið á Íslandi sem ekki stundar styrktarþjálfun af einhverju tagi, má því segja að Erlingur hafi verið frumkvöðull á þessu sviði. Einnig, þegar blaðamaður mætti í íþróttatíma í FÍV, þá kynnti Erlingur kennari, nokkuð fyrir nemendum sem var hin fullkomna teygju rútína í lok tíma, en þá þótti alls ekki töff að teygja á eftir æfingar eða fara í jóga.

 

Það sem er kannski athygliverðast við nálgun Erlings við þessi ofangreindu dæmi, er hans einstaka glaðlynda viðhorf, eldmóður og trú á verkefninu, þrátt fyrir mótbárur og vantrú annarra. Og það er eflaust einkum það sem hefur skilað honum í röð bestu handboltaþjálfara í heiminum og gerir hann að þeirri góðu fyrirmynd sem hann er, innan og utan handboltavallarins.

Erlingur er nýbúinn að undirrita nýjan samning við ÍBV og mun þjálfa karlaliðið áfram næstu tvö árin.

Við spurðum hann í leiðinni út í frábæran árangur ungra leikmanna íBV í handbolta sem hafa raðað sér í yngri landsliðin í sumar og náð góðum árangri. En hvorki meira né minna en ellefu leikmenn íBV hafa spilað með yngri landsliðum í sumar, þau eru: Andrés Marel Sigurðsson (U18), Elmar Erlingsson (U18), Hinrik Hugi Heiðarsson (U18), Ívar Bessi Viðarsson (U17), Elísa Elíasdóttir (U18), Sara Dröfn Richardsdóttir (U18), Gauti Gunnarsson (U20), Arnór Viðarsson (U20), Alexandra Ósk Viktorsdóttir (U16), Herdís Eiríksdóttir (U16) og Janus Dam Djurhuus (U20) sem spilaði með færeyska landsliðinu.

Fullt nafn: Erlingur Birgir Richardsson

Fjölskylda: Vigdís Sigurðardóttir markmaður, Sandra Erlingsdóttir miðjumaður, Elmar Erlingsson miðjumaður og Andri Erlingsson skytta og kylfingur:)

Hefur þú alltaf búið í Eyjum: Nei, bjó í Reykjavík og á Laugarvatni á námsárum okkar Vigdísar. Svo hef ég búið í Kópavogi, Austurríki og Þýskalandi í tengslum við handboltaþjálfunina.

Fyrirmynd: Allir þeir Íslendingar sem náðu að byggja þetta land upp, búandi í moldarkofum, í strjálbýlu og erfiðu og hrjóstrugu landi.

Mottó: Hef nú aðallega tileinkað mér eina aðferð í þjálfuninni en hún er sú að til að ná fram góðri frammistöðu frá öðrum þá þarf ég sem þjálfari/kennari að sýna og vera fyrirmynd að þeirri menningu/hegðun sem ætlast er til að sé ráðandi, þ.e að sýna sjálfur þá hegðun sem ég vil að aðrir sýni – „Walk the talk“ eða  „Be what you want to see”.

Síðasta hámhorf eða guilty pleasure: „Better call Saul”.

Áttu annað áhugamál en handbolta: Íþróttafræði er nú kannski það sem ég eyði mestum tíma í samhliða handboltanum.

Uppáhalds app: Bara þessi helstu samskiptaforrit sem almennt er í notkun í dag, t.d smáforritið Messenger er mikið notað.

 

Nánar í Eyjafréttum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst