Herjólfur – Varað við hærri ölduhæð á morgun

Farþegar athugið – Vegna siglinga á morgun,  7. júlí  viljum við góðfúslega benda farþegum okkar á sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun að spáð er hækkandi ölduhæð upp úr hádegi á morgun. Spá gefur tilkynna 2.9 metra ölduhæð kl. 12:00. Að því sögðu hvetjum við farþega sem þurfa að ferðast milli lands […]

KFS á sigurbraut

KFS var að vinna KH á Týsvelli rétt í þessu 2:1. KH var yfir í hálfleik en Ásgeir Elíasson og Víðir Þorvarðarson skoruðu mörkin í seinni hálfleik fyrir KFS sem lyfti sér upp í sjöunda sæti þriðju  deildar með sigrinum. Næst spila peyjarnir útileik á sunnudag við Vængi Júpiters. Myndin er af vösku liði KFS […]

Sighvatur Bjarnason kveður eftir langa þjónustu

„Jæja, þá er hann Sighvatur Bjarnason VE farinn til nýrra eigenda. Ekki skartar hann sínu fegursta við brottförina eins og myndirnar sína eftir áralanga legu við bryggju hér í Eyjum,“ segir Tryggvi Sigurðsson, skipaáhugamaður með meiru á FB-síðu sinni rétt um eitt leytið í dag. Sighvatur var í eigu Vinnslustöðvarinnar og hafði þjónað henni í […]

Ómar Smári – Fjölbreytt og athyglisverð sýning

Margt er í boði á listasviðinu á Goslokahátíð í ár eins og undanfarnar hátíðir. Ein af þeim athyglisverðari er sýning Ómars Smára Vídó að Strandvegi 69, höfuðstöðvum GELP Diving. Er gengið inn frá Strandvegi. „Á sýningunni sýni ég allskyns verk sem ég hef verið að gera,“ segir Ómar Smári sem á að baki ótrúlegan og […]

Gullberg blessað og klárt í makrílinn

Fjölmenni var við Vestmannaeyjahöfn þegar Vinnslustöðin tók formlega við áður norskskráða skipinu Gardar og gaf því nafnið Gullberg VE-292 við einfalda en afar táknræna athöfn. Eirik Birkeland, fráfarandi stýrimaður á Gardar, tók niður norska fánann á skipinu en Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, dró þann íslenska að húni. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, ávarpaði […]

Viðar Breiðfjörð á vængjum morgunroðans

„Í tilefni 60 ára afmælis míns vil ég tileinka þessa sýningu kvenfólki því þær eru menn en menn eru ekki konur. Sýningin er í Akóges og opnar í kvöld, fimmtudagskvöld kl 19.30 og verður lifandi tónlist,“ segir Viðar Breiðfjörð um sýningu sína sem hann opnar í kvöld og kallar Vængir morgunroðans. Viðar var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja […]

Bjartey – Litróf lífs og náttúru

Bjartey Gylfadóttir opnar myndlistasýninguna Litróf lífs og náttúru á fimmtudagskvöldið 30. júní klukkan 20:00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Sýningin byggir að mestu leyti á verkum sem unnin voru á árunum 2020-2022 og telur um 60 verk. Helsta viðfangsefni sýningarinnar er landslag Eyjanna, andlitsmyndir og nokkrar dýramyndir.  Þetta er sjötta einkasýning Bjarteyjar, en einnig hefur hún tekið […]

Merkar ljósmyndir Kristins Ben í Eldheimum

Í dag, fimmtudag kl. 17.30  verður í  Eldheimum sýning á verkum Kristins Benediktssonar ljósmyndara sem tók margar myndir í Vestmannaeyjum í Heimaeyjargosinu 1973. Myndirnar sem sýndar verða varpa ljósi á ástandið í Eyjum þessa örlaga mánuði og á björgunaraðgerðir. Kristinn vann við ljósmyndun og blaðamennsku frá árunum 1966 til 2012. Hann hóf nám hjá Þóri […]

Sýnir landa- og siglingakort og gefur

Í dag, fimmtudaginn 30. júní kl. 17.30 opnar Ólafur Hjálmarsson, Eyjamaður og hagstofustjóri sýningu á landa- og siglingakortum frá hinum ýmsu tímum í Einarsstofu. Ólafur segir sögur kortanna. „Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau  elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í […]

Á tólfta ári með sína þriðju sýningu

Guðjón Týr Sverrisson er Eyjapeyi á tólfta ári, elstur þriggja systkina. Guðjón Týr hefur alltaf verið mjög skapandi og hefur hann frá 9 ára aldri búið til blásnar blekmyndir sem hann mun hafa til sýnis og sölu á Goslokahátíðinni nú í ár. Þetta er hans þriðja sýning og hlakkar hann mikið til að sjá sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.