Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra […]

Merkt framtak í þágu ferðaþjónustu og menningar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima hlýtur Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]

Gísli Valtýsson – Alltaf traustur bakhjarl

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár.  Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]

Aglow – Fyrsta samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs. Fyrsta Aglow samvera ársins 2025 verður í kvöld 8. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum […]

Einar Hlöðver  – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]

Enginn veit sína ævi fyrr en öll er

„Um daginn kom séra Guðmundur Örn til mín og spurði hvort ég væri til í að flytja predikun eða hugvekju á Nýársdag í Landakirkju. Eftir mínútu umhugsun var málið komið í ferli og við félagarnir búnir að stilla upp messunni. Fyrir þá sem sváfu yfir sig læt ég hugvekjuna fylgja hér að neðan og þakka […]

Kristín í Eldheimum sæmd fálkaorðunni

Kristín Jóhannsdóttir, sem stýrir Eldheimum í Vestmannaeyjum er meðal þeirra fjórtán sem sæmd voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Fálkaorðuna hlutu sjö karlar og sjö konur. Fálkorðuna fékk Kristín fyrir frumkvöðlastarf í þágu menningar- og ferðamála í heimsbyggð. Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum, […]

Flugeldar og brenna kl. 17.00

Nú stendur flugeldasala Björgunarfélagsins sem hæst í húsi félagsins við Faxastíg. Mikil sala enda útlit fyrir gott flugeldaveður í kvöld. „Í dag, gamlársdag, verður að vanda vegleg brenna og flugeldasýning við Hásteinsvöll. Kveikt verður í brennunni kl. 17.00 og fljótlega þar á eftir fara flugeldarnir í loftið. Vinsamlegast virðið það að fara ekki inn fyrir öryggissvæðið. Allir […]

Sjóslyssins við Eiðið 1924 minnst

Átta menn fórust – Mikil slysaár á sjó – Alls fórust 233 á þremur árum Mánudaginn, 16. desember var þess minnst á Bryggjunni í Sagheimum að 100 ár voru frá hörmulegu sjóslysi norðan við Eiðið þennan dag árið 1924. Dagskráin var tvískipt og hófst á Bryggjunni sem var þéttsetin. Þar fór Helgi Bernódusson yfir sögu […]

Hægt sé að gera góðan skóla enn betri

„Kæru útskriftarnemar, innilega til hamingju með daginn og þann árangur sem þið fagnið hér í dag. Þetta er ykkar dagur – tímamót í lífi hvers og eins. Þið hafið lagt hart að ykkur í námi, staðið ykkur vel og skilið eftir spor sem skólinn okkar er stoltur af. Á þessum tímamótum er við hæfi að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.