Trausti frá Hafnareyri í Lífeyrissjóðinn

,,Hjá Hafnareyri hef ég fyrst og fremst unnið með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að búa til verðmæti á hverjum degi fyrir samfélagið okkar,“ sagði Trausti Hjaltason fráfarandi framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem Vinnslustöðin á og rekur. „Það eru forréttindi að fá að vinna með svona öflugu fólki og síðustu rúmu sjö ár hafa verið […]
Seilst í vasa útgerðar á röngum forsendum

Í nýjum fjárlögum er ákvæði um 50% hækkun kolefnisgjalds, sem á að skila ríkinu 7,6 milljörðum króna. Hefur gjaldið tífaldast á 14 árum að því er kemur fram í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS á visir.is. Segir Heiðrún Lind að sjávarútvegur greiði nú þegar 30 til 35% af öllu kolefnisgjaldi. Með breytingunni hækki umhverfisskattar […]
Margt sem heillar og gerir þetta skemmtilegt

Rustan forstöðumaður fiskeldis – Snemma boðið að vera með – Byrjaði 16 ára í fiskeldi – Stórt skref fyrir fjölskylduna „Ég hitti Halla og Lárus í Póllandi árið 2021. Þeir sögðu mér frá áætlunum þeirra um að byggja upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum og hver staðan var. Eftir það fylgdist ég aðeins með. Ekki síst […]
Áhugi og góðir vinnufélagar ómetanlegir

Óskar – aðstoðarskólastjóri í laxeldið – Styðja mann í rétta átt „Eftir að ég skipti um vinnu í byrjun árs hef ég oft verið spurður að þessari spurningu. Er hægt að svara einfaldlega já eða nei og láta þar við sitja? Stutta svarið er já en það er ekki alltaf fullnægjandi. Þetta á svo sannarlega við […]
Rétt kona á réttum stað og tíma

Kristín Hartmannsdóttir hjá Laxey lærði byggingatæknifræði og tækniteiknun en ákvað að bæta við sig fiskeldisfræði í kófinu. „Tók það í fjarnámi frá Hólum og fór svo í 12 vikna verknám, byrjaði í seiðaeldinu hjá Löxum í Ölfusi og endaði í sjókvíunum hjá Arnarlaxi fyrir vestan,“ segir Kristín. „Í sjókvíunum í Arnarfirði gat verið ógeðslegt í […]
Litla Mónakó – Jóhann Halldórsson skrifar

Stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Vestmannaeyjum frá upphafi hefur loksins verið afhjúpað, Baðlón og Hótel Lava Spring. Pakkinn hefur verið fallega skreyttur og fengið að sitja undir trénu í dágóðan tíma og eftirvæntingin því mikil að fá að opna og nú loksins hefur hann verið opnaður. innihaldið er aldeilis ekki að skemma fyrir 1500 fm baðlón, 90 herbergja hótel […]
Ástríða og vilji til að gera okkar besta

Hlynur – Einn verkefnastjóra í Viðlagafjöru: „Ég hef starfað á flugvellinum, Eimskip og síðast sem bruggari á Brothers,“ segir Hlynur Vídó Ólafsson, en hann er einn þeirra sem standa að The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem bruggar bjór og rekur ölstofu. „Það róast alltaf í brugghúsinu á veturna og mig langaði að breyta um starfsumhverfi […]
Skemmtilegur vinnustaður og margt að gerast

„Ég byrjaði hjá Laxey í ágúst í fyrra. Áður rak ég vínbar í tæp þrjú ár, var framkvæmdastjóri Gríms kokks og vann hjá Fiskistofu þar á undan. Auk þess hef ég setið í bæjarstjórn í tæp sex ár,“ segir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs. „Það er mjög spennandi að fá að vera með í svo […]
Daði hringdi og þá var ekki aftur snúið

„Ég er sonur Óskars og Sigurbáru. Amma mín og afi eru Siggi Gogga og Fríða og svo Krístín Ósk og Friðbjörn. Kristín Ósk er dóttir Óskars pípara þannig að ræturnar eru í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurður Georg Óskarsson hjá Laxey sem flutti með fjölskylduna til Eyja til að vinna í Laxey. Sigurður er véla- og orkutæknifræðingur […]
Vestmannaeyjar orðnar landbúnaðarbær

Hafsteinn Gunnarsson hjá Laxey er löggiltur endurskoðandi, vann í mörg ár hjá Deloitte, var í nokkur ár hjá Sparisjóði Vestmannaeyja, sneri aftur til Deloitte og er nú yfirmaður reikningshalds hjá Laxey. Sló til þegar staðan var auglýst og byrjaði fyrir ári síðan. „Að einhverju leyti er starfið eins og ég átti von á en stækkar […]