Skötuveisla sem stendur undir nafni

Upphaf skötuveislu sjómannadagsráðs að morgni sjómannadags má rekja til Árna Johnsen og Dóru konu hans sem í mörg ár buðu ráðinu og fleiri gestum til veislu að Höfðabóli. Boðið var upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi og berjasúpu með rjóma á eftir. Hátíðlegra gat það ekki orðið. Nú er Árni fallinn frá og […]

Mikið fjör á sjómannaskemmtun í Höllinni

Góð aðsókn var á sjómannadagsskemmtuninni í Höllinni í gærkvöldi.  Þar bauð Einsi kaldi og hans fólk upp á veisluborð sem hæfði tilefninu. Veislustjóri var Simmi Vill og náði hann upp góðri stemningu. Einni hápunkturinn var uppboð á Sjómannabjór ársins sem strákarnir í Brothers Brewery útbúa á hverju ári. Hann var að þessu sinni helgaður Braga […]

Sjómannadagurinn – Mikil aðsókn í góðu veðri

Gott veður, sól og blíða settu svip sinn á hátíðardagskrá dagsins sem hófst í morgun með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Þátttaka var góð og vegleg verðlaun í boði fyrir m.a. stærsta fiskinn og flesta fiska. Sjómannafjör var á Vigtartorgi eftir hádegi þar sem séra Guðmundur Örn blessaði daginn. Þá tók við kappróður á […]

Hneyksli í vali íþróttafréttamanna

„Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður Bragason, fyrrum þjálfari og leikmaður ÍBV í viðtali við Ómar Garðarsson í Eyjafréttum um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á […]

Ný Heimaey til heimahafnar í morgun

„Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með áður,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins sem í morgun tók á móti nýrri Heimaey VE 1, nýju uppsjávarskipi Ísfélagsins sem kemur í stað skips með sama nafni sem selt var til Noregs. […]

Tryggvi Guðmundsson sá langbesti

Tryggvi_gudmundsson_eyjafrettir_gomul

Í bráðskemmtilegri yfirferð sem Vísir tók saman um val á bestu leikmönnum í efstu deild karla í kanttspyrnu á Íslandi er Eyjamaður í efsta sæti. Miðillinn setti saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992 og er Tryggvi Guðmundsson í efsta sæti. Í greininni er rakinn glæstur ferill Tryggva sem fæddist 1974 […]

Heimaey VE1- Helstu upplýsingar

Þann 23.maí tók Ísfélagið við uppsjávarskipinu Pathway frá Skotlandi sem hefur fengið nafnið Heimaey. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku 2017. Skipið er 78,65m langt , 15,5m breitt og aðalvélin er 5.220 kW frá Wartsila sem er einungis keyrð um 14.000 klst. Burðargeta er um 2500 tonn. Allur búnaður skipsins til […]

Ný Heimaey VE 1 væntanleg kl. sjö í fyrramálið

Öflugra skip og burðargetan 2500 tonn „Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með með áður,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins um Heimaey VE, nýtt skip Ísfélagsins sem væntanlegt er til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan sjö í fyrramálið, laugardag . […]

Eyjakonan Hrafnhildur Ýr dúxaði

Vestmannaeyingurinn Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á nýliðinni vorönn. Fjölmennasta brautskráning í sögu skólans fór fram í gær og vegna umfangsins var athöfnin flutt í íþróttahúsið Iðu. Frá þessu er greint á sunnlenska.is en alls útskrifuðust 155 nemendur af 13 námsbrautum, 103 stúdentar af bóknámsbrautum, 43 af öðrum brautum og 9 af verknámsbrautum […]

Dagskrá sjómannadags hefst í dag

Í hönd fer sjómannadagshelgin og byrjar dagskráin í dag með kökubasar Eykindils í sal Líknar við Faxastíg frá klukkan 14.00 til 17.00. Klukkan 14:00 verður opnuð í Einarsstofu sýning Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja með þátttöku 15 félaga. Er hún opinn frá kl. 10.00 til 17.00 alla helgina. Skátar dreifa Sjómannadagsblaðinu í öll hús og yngri […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.