Áhöfn Þórs heiðruð fyrir mikið björgunarafrek

Við athöfn á Stakkagerðistúni á sjómannadaginn var áhöfnin á björgunarskipinu Þór heiðruð sérstaklega fyrir björgunarafrek. „Þann 5. júní í fyrra björguðu þeir áhöfn seglskútu með harðfylgi og drógu skútuna til hafnar í norðan stormi, allt að 34 metrum á sekúndu og sex metra ðlduhæð,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði atöfninni. „Með öll segl rifin, nánast […]
Enn hægt að laga og nálgast hlutina af skynsemi

„Það er mikilvægt að fyrirtækin og stjórnvöld séu að ræða um sömu hlutina og vandað sé til verka. Þegar mesta hækkunin á auðlindagjöldum bitnar á fyrirtækjum í Vestmannaeyjum segir það sig sjálft að slíkt hefur áhrif og hefur í raun þegar haft það,“ segir Einar Sigurðsson stjórnarformaður Ísfélagsins hf. aðspurður hvers hann sakni í umræðunni […]
Útgerðarfélagið Hellisey bauð hæst

Skapast hefur skemmtileg hefð með Sjómannabjórnum sem drengirnir á Brothers Brewery standa fyrir á hverjum sjómannadegi. Hann var að þessu sinni helgaður Braga Steingrímssyni, trillukalli á Þrasa VE með meiru og keypti útgerðin ásamt Phoenix Seafood flöskuna á uppboði á Sjómannahátíðinni í Höllinni á laugardagskvöldið. Útgerðarfélag Þrasa VE heitir því virðulega nafni, Útgerðarfélagið Hellisey og […]
Hressó hættir – Eftirsjá en líka þakklæti

Það voru tímamót þegar Hressó lokaði eftir 30 ár á föstudaginn, 30. maí sl. Í þrjá áratugi hefur Líkamsræktarstöðin Hressó verið ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Hjartað í Hressó hefur verið frá upphafi systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur sem opnuðu Hressó á þrettándanum 1995. Þangað hafa þúsundir sótt líkamlegan og andlegan styrk og […]
Ekki orðið sjóslys við Vestmannaeyjar í 23 ár

Geir Jón Þórisson – Minningarorð við minnisvarða drukknaðra og hrapaða á Sjómannadegi: „Ég vil óska öllum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum er mál mitt heyra, gleðilegan sjómannadag. Hér í Eyjum höfum við vanist því að gera þennan dag hátíðlegan og skemmtilegan og það skulum við ávallt hafa í heiðri,“ sagði Geir Jón Þórisson sem […]
Skötuveisla sem stendur undir nafni

Upphaf skötuveislu sjómannadagsráðs að morgni sjómannadags má rekja til Árna Johnsen og Dóru konu hans sem í mörg ár buðu ráðinu og fleiri gestum til veislu að Höfðabóli. Boðið var upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi og berjasúpu með rjóma á eftir. Hátíðlegra gat það ekki orðið. Nú er Árni fallinn frá og […]
Mikið fjör á sjómannaskemmtun í Höllinni

Góð aðsókn var á sjómannadagsskemmtuninni í Höllinni í gærkvöldi. Þar bauð Einsi kaldi og hans fólk upp á veisluborð sem hæfði tilefninu. Veislustjóri var Simmi Vill og náði hann upp góðri stemningu. Einni hápunkturinn var uppboð á Sjómannabjór ársins sem strákarnir í Brothers Brewery útbúa á hverju ári. Hann var að þessu sinni helgaður Braga […]
Sjómannadagurinn – Mikil aðsókn í góðu veðri

Gott veður, sól og blíða settu svip sinn á hátíðardagskrá dagsins sem hófst í morgun með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Þátttaka var góð og vegleg verðlaun í boði fyrir m.a. stærsta fiskinn og flesta fiska. Sjómannafjör var á Vigtartorgi eftir hádegi þar sem séra Guðmundur Örn blessaði daginn. Þá tók við kappróður á […]
Hneyksli í vali íþróttafréttamanna

„Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður Bragason, fyrrum þjálfari og leikmaður ÍBV í viðtali við Ómar Garðarsson í Eyjafréttum um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á […]
Ný Heimaey til heimahafnar í morgun

„Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með áður,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins sem í morgun tók á móti nýrri Heimaey VE 1, nýju uppsjávarskipi Ísfélagsins sem kemur í stað skips með sama nafni sem selt var til Noregs. […]