Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]

Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld  5.  mars  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera.      Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum […]

Litla Mónakó – MonEY

„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann […]

Litla Mónakó – Sérblað um fjármálastofnanir og Vestmannaeyjar

Forsíða Eyjafrétta segir mikla sögu breytinga í almennri þjónustu. Myndina tók Sigurgeir Jónasson þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1982. Þarna er mikið um að vera. Margt fólk bíður eftir þjónustu, gjaldkerar telja peninga, taka við ávísunum og skrá úttektir og innlegg í sparisjóðsbækur og alla fært í höndum. […]

Stúlkan fundin – uppfært

logreglanIMG_2384

Uppfært kl. 12.34. Stúlk­an sem lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um lýsti eft­ir fyrr í dag er nú kom­in fram. Lög­regl­an þakk­ar veitta aðstoð.   (meira…)

Góð stemning á fundi Guðrúnar

Um fimmtíu sóttu fund Guðrúnar Hafsteinsdóttur formannsframbjóðanda í Sjálfstæðisflokknum sem haldinn var fimmtudagskvöld s.l. í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Guðrún tilkynnti framboð sitt til formanns fyrir tveimur vikum síðan og hefur síðan ferðast um landið og kynnt sína sýn á framtíð flokks síns. Guðrún kom inn á þing í þar síðustu kosningum til Alþingis […]

Stuð hjá Jónasi Sig í Höllinni

Það  var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir […]

Austan stormur á Stórhöfða í viku

„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær. Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa […]

Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]

Kári ekki meira með á tímabilinu

Það er skarð fyrir skildi hjá ÍBV því Kári Kristján Kristjánsson leikur væntanlega ekki fleiri leiki á tímabilinu vegna veikinda. Í síðustu viku var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með mikinn verk fyrir brjósti. Kári Kristján segir frá þessu í samtali við RÚV í dag. Fór hann í hjartaþræðingu   á Landspítalanum vegna mikillar hjartabólgu. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.