ÞAÐ ER SPENNANDI AÐ VERA BRENNANDI

LANDAKIRKJA

Aglow konur hlakka til  að hittast aftur eftir sumarfrí. Fyrsti Aglowfundur  haustsins verður miðvikudagskvöldið  4. september kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og við byrjum samveruna með hressingu og svo syngjum við og eigum samfélag saman.  Konur á öllum aldri eru sérstaklega velkomnar.  Við ætlum að fjalla um það hvaða […]

Danskur Íslendingur kláraði heilan Járnkarl

„Ég flutti til Danmerkur fyrir 31 ári. Er Eyjakona og foreldrar mínir voru Jón S. Þórðarson og Stefanía Stefánsdóttir og við fjölskyldan bjuggum á Boðaslóðinni. Flutti út með níu ára dóttur mína þar hef ég hef búið síðan. Náði mér í kærasta, varð ólétt og eignaðist Stefán Þór sem ég skráði strax sem íslenskan ríkisborgara. […]

Skellur í toppbaráttunni á heimavelli

ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan. ÍBV var á toppnum […]

Auglýsingarveisla í Skvísusundi

Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu. Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. […]

Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son bar sigur sig­ur úr být­um í tíu kíló­metra hlaupi í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á tímanum 30:23 mín­út­um. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]

Margir Eyjamenn í Reykjavíkurmaraþoni

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka 2024 fer fram á morg­un, en alls eru 14.300 hlaup­ar­ar skráðir til leiks. Upp­selt er í bæði hálft maraþon og 10 km hlaup, og aðeins ör­fá­ir miðar eru eft­ir í heilt maraþon. Fjölmargir Eyjamenn taka þátt í hlaupinu að venju og safna til góðra mála eins og flestir. Margir safna fyrir Krabbavörn Vestmannaeyjum og […]

Laxey – Færsla frá RAS 2 yfir í RAS3

Seiðastöðin tilbúin „Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar. „Seiðin líta mjög vel út og […]

Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]

Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.