Fyrir afa – Katrín og Sigurgeir í Sagnheimum

Á laugardaginn kemur, 23. nóvember kl. 13.00 mun Sigurgeir Jónsson kynna nýja bók sína Fyrir afa, nokkrar smásögur í Sagnheimum. Með honum í för verður sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem myndskreytti bókina. Einnig mætir sonurinn Jarl ásamt fylgdarliði. Þetta er 14. bók Sigurgeirs og að hans sögn sú síðasta. Hér er um ljúfa fjölskyldustund að […]

Trausti frá Hafnareyri í Lífeyrissjóðinn

,,Hjá Hafnareyri hef ég fyrst og fremst unnið með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að búa til verðmæti á hverjum degi fyrir samfélagið okkar,“ sagði Trausti Hjaltason fráfarandi framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem Vinnslustöðin á og rekur. „Það eru forréttindi að fá að vinna með svona öflugu fólki og síðustu rúmu sjö ár hafa verið […]

Seilst í vasa útgerðar á röngum forsendum

Í nýjum fjárlögum er ákvæði um 50% hækkun kolefnisgjalds, sem á að skila ríkinu 7,6 milljörðum króna. Hefur gjaldið tífaldast á 14 árum að því er kemur fram í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS á visir.is. Segir Heiðrún Lind að sjávarútvegur greiði nú þegar 30 til 35% af öllu kolefnisgjaldi. Með breytingunni hækki umhverfisskattar […]

Margt sem heillar og gerir þetta skemmtilegt

Rustan forstöðumaður fiskeldis – Snemma boðið að vera með – Byrjaði 16 ára í fiskeldi – Stórt skref fyrir fjölskylduna „Ég hitti Halla og Lárus í Póllandi árið 2021. Þeir sögðu mér frá áætlunum þeirra um að byggja upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum og hver staðan var. Eftir það fylgdist ég aðeins með. Ekki síst […]

Áhugi og góðir vinnufélagar ómetanlegir

Óskar – aðstoðarskólastjóri í laxeldið – Styðja mann í rétta átt  „Eftir að ég skipti um vinnu í byrjun árs hef ég oft verið spurður að þessari spurningu. Er hægt að svara einfaldlega já eða nei og láta þar við sitja? Stutta svarið er já en það er ekki alltaf fullnægjandi. Þetta á svo sannarlega við […]

Rétt kona á réttum stað og tíma

Kristín Hartmannsdóttir hjá Laxey lærði byggingatæknifræði og tækniteiknun en ákvað að bæta við sig  fiskeldisfræði í kófinu. „Tók það í fjarnámi frá Hólum og fór svo í 12 vikna verknám, byrjaði í seiðaeldinu hjá Löxum í Ölfusi og endaði í sjókvíunum hjá Arnarlaxi fyrir vestan,“ segir Kristín. „Í sjókvíunum í Arnarfirði gat verið ógeðslegt í […]

Litla Mónakó – Jóhann Halldórsson skrifar

Stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Vestmannaeyjum frá upphafi hefur loksins verið afhjúpað, Baðlón og Hótel Lava Spring. Pakkinn hefur verið fallega skreyttur og fengið að sitja undir trénu í dágóðan tíma og eftirvæntingin því mikil að fá að opna og nú loksins hefur hann verið opnaður. innihaldið er aldeilis ekki að skemma fyrir 1500 fm baðlón, 90 herbergja hótel […]

Ástríða og vilji til að gera okkar besta

Hlynur – Einn verkefnastjóra í Viðlagafjöru: „Ég hef starfað á flugvellinum, Eimskip og síðast sem bruggari á Brothers,“ segir Hlynur Vídó Ólafsson, en hann er einn þeirra sem standa að The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem bruggar bjór og rekur ölstofu. „Það róast alltaf í brugghúsinu á veturna og mig langaði að breyta um starfsumhverfi […]

Skemmtilegur vinnustaður og margt að gerast

„Ég byrjaði hjá Laxey í ágúst í fyrra. Áður rak ég vínbar í tæp þrjú ár, var framkvæmdastjóri Gríms kokks og vann hjá Fiskistofu þar á undan. Auk þess hef ég setið í bæjarstjórn í tæp sex ár,“ segir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs. „Það er mjög spennandi að fá að vera með í svo […]

Daði hringdi og þá var ekki aftur snúið

„Ég er sonur Óskars og Sigurbáru. Amma mín og afi eru Siggi Gogga og Fríða og svo Krístín Ósk og Friðbjörn. Kristín Ósk er dóttir Óskars pípara þannig að ræturnar eru í Vestmannaeyjum,“  segir Sigurður Georg Óskarsson hjá Laxey sem flutti með fjölskylduna til Eyja til að vinna í Laxey. Sigurður er véla- og orkutæknifræðingur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.