Kíkt í kosningakaffi

Fastur liður margra á kjördag er að kíkja í kaffi hjá sínu fólki þegar búið er að kjósa. Þrátt fyrir að tíu flokkar byðu fram í kosningunum í gær buðu aðeins þrír, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur upp á kosningakaffi í Vestmannaeyjum. Framsókn var í eigin húsnæði við Kirkjuveg, Samfylkingin á veitingastaðnum Næs hjá Gísla Matthíasi […]
Kjörsókn 80,6% prósent

Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%. Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013. (meira…)
Sigurður Ingi heldur sæti sínu

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra, formaður Framsóknarflokksins og annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi heldur sæti sínu á Alþingi, þvert á kannanir. Þetta var ljóst eftir að lokatölur komu úr Suðvesturkjördæmi í hádeginu. Fer hann inn sem jöfnunarþingmaður og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins er dottin út. Endanleg niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi er: Kjördæmakjörnir · […]
Nýr orgelsjóður og 100 ára afmæli KFUM

Sunnudaginn 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður nýr orgelsjóður kynntur til leiks í guðsþjónustunni kl. 13.00. Matthías Harðarson formaður sjóðsins mun kynna sjóðinn fyrir kirkjugestum og fólki gefst færi á að skrá sig í áskrift hjá sjóðnum á staðnum, en einnig verður hægt að skrá sig seinna og fá nánari upplýsingar hjá Matthíasi. Þann 30. […]
Skynsamlegast fyrir Vestmannaeyinga að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

„Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar mínir eru Stefán Sigurðsson, fyrrum sjómaður og Guðrún Gísladóttir fyrrum gjaldkeri í Íslandbanka. Ég er fjögurra barna faðir, giftur Kristínu Sjöfn Sigurðardóttur, sjúkraliða. Höfum búið saman í 18 ár og gift í 13 ár þannig að maður er búinn að sigra í lífinu hvað þetta varðar,“ segir […]
Markmiðið að Kristrún leiði næstu ríkisstjórn

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur frá árinu 2010 staðið í hringiðu stórra atburða. Var öryggisfulltrúi á Suðurlandi í Eyjafjallagosinu 2010 og Grímsvatnagosinu árið eftir sem bæði höfðu mikil áhrif. Hann bar ábyrgð á öryggi íslenska karlalandsliðsins þegar það reis hæst á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018. […]
Finnum meðbyr og ekki síst í Vestmannaeyjum

„Þetta var velheppnaður fundur, vel sóttur og gagnlegar umræður sem margir tóku þátt í,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum eftir fund efstu manna listans í kjördæminu. Fundurinn var í AKÓGES og með honum voru Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi sem er í öðru sæti, Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður […]
Alls hafa 198 kosið utankjörfundar

Gengið verður til alþingiskosninga á laugardaginn 30. nóvember. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum hófst þann 7. nóvember sl. Í morgun höfðu 198 kosið utan kjörfundar í Vestmannaeyjum. „Ég er ekki með samanburðartölur frá kosningunum 2021 en þá kusu í heildina 565 utan kjörfundar. Inni í þeirri tölu eru atkvæði greidd á Sjúkrahúsinu og Hraunbúðum,“ sagði Sæunn Magnúsdóttir, […]
Sjálfstæðisflokkurinn er bestur í brekku

Farið er að hitna í kolunum í stjórnmálunum nú þegar fjórir dagar eru til kosninga til Alþingis, nk. laugardag, 30. nóvember. Framboðin reyna að þétta raðir síns fólks og ná til þeirra sem enn hafa ekki ákveðið hvað skal kjósa. Hafa fulltrúar þeirra heimsótt Vestmannaeyjar þessa dagana. Í gær mættu sjálfstæðismennirnir, Brynjar Níelsson, frambjóðandi í […]
Fagna viðurkenningu sem Kveikjum neistann hlaut

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja var því fagnað að aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnaskóla Vestmannaeyja hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu sem veitt voru á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Ráðið óskaði nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum og aðstandendum verkefnisins innilega til hamingju með viðurkenninguna. „Það hefur […]