Átti barn 17. júlí og stefnir á EM

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta undir stjórn Arnars Péturssonar æfir nú á fullu fyrir Evrópumótið sem fer fram í Aust­ur­ríki, Ung­verjalandi og Sviss í nóv­em­ber og des­em­ber. Er Ísland í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu og verður leikið í Inns­bruck í Aust­ur­ríki. Ísland mæt­ir Hollandi í fyrsta leikn­um 29. nóv­em­ber, Úkraínu í öðrum leik 1. […]

Hann var sjómaður af líf og sál

Anna Lilja segir af fósturföður sínum – Jóhanni Friðrikssyni – Einstakur liðsandi á Breka – Valinn maður í hverju rúmi – Góður þjálfari Jóhann Friðriksson fósturfaðir minn, kallaður Jói, var netamaður á togaranum Breka. Sævar Brynjólfsson, mikil aflakló, var þá skipstjóri og sama áhöfnin á Breka frá 1980 til 1994. Samheldnin var svo mikil að líkja […]

Helena Hekla og Viggó eru fólk framtíðarinnar

„Í bráðum 40 ár hafa Eyjafréttir komið að því að veita efnulegu knattspyrnufólki viðurkenningu, Fréttabikarinn. Því miður er ég fjarri góðu gamni í dag en vil byrja á að óska þeim Viggó Valgeirssyni og Helenu Heklu Hlynsdóttur til hamingju. Ykkar er framtíðin en þið eruð líka framtíð ÍBV og okkar allra sem viljum sjá ÍBV […]

Natalie Viggiano og Vicente Valor best

Lokahóf knattspyrndeildarinnar fór fram sl. laugardag í Akóges, þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemmning þar sem flokkarnir komu með skemmtiatriði og Einsi Kaldi sá um matinn. Að öðrum ólöstuðum þá átti Elías Árni Jónsson styrktarþjálfari atriði kvöldsins þar sem hann sýndi frábæra takta á gítarnum og tók lagið ásamt leikmönnum meistaraflokks karla. Stelpurnar […]

Matur frá Suður-Ameríku, Mexíkó og Bretlandi í brennidepli

:: Hátíð sem skilur eftir sig í markaðssetningu fyrir Vestmannaeyjar til lengri tíma :: Konur í framlínunni – Salka Sól Örvarsdóttir – salka@eyjafrettir.is Frosti Gíslason, verkefnastjóri MATEY Seafood Festival, er hæstánægður með vel heppnaða sjávarréttahátíð sem haldin var í þriðja skiptið dagana 5. til 7. september. Allt hafi gengið að óskum og hann ánægður með þátttökuna. „Við […]

Björgunaræfing áhafnar Herjólfs í myndum

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með björgunaræfingu um borð í Herjólfi í gær. Æfingin var umfangsmikil og komu margir við sögu eins og myndir Óskars Péturs sína. Skugga bar þó á því kona úr áhöfninn meiddist á fæti. „Fyrr í dag fór fram björgunaræfing áhafnar Herjólfs þar sem móðurbáturinn í STB MES kerfinu var sprengdur […]

Listaréttir sem Herjólfur hefði notið með sínu fólki

Saltfiskveisla í boði verðlaunakokka í Herjólfsdal: Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta, glampandi sól, iðagrænar brekkur og hamraveggir sem saman mynda það djásn sem Dalurinn er. Þar kom saman hópur föstudaginn 6. september til að smakka á saltfiski sem verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni buðu upp á. Það var fátt sem minnti á okkar hefðbundna saltfisk […]

Makríllinn vonbrigði en góður gangur í síldinni

Enn eru óveidd um 30.000 tonn af 120.000 tonna heildarkvóta Íslendinga í makríl þetta árið. Ekki hefur veiðst makríll síðan í ágúst og nú hefur flotinn snúið sér að veiðum á norsk-íslensku síldinni og hafa veiðar gengið vel. „Makrílinn endaði þannig að við veiddum tæp 10.000 tonn og áttum eftir um 5500 tonn. Veiðin var […]

Keppast við að fá Írisi á lista?

„Það er sagt að þú sért einn eftirsóttasti bitinn í pólitíkinni þessa dagana og að flokkarnir keppist við að bjóða þér sæti á lista. Ertu á leið í landsmálin?“ spurði stjórnandi Silfurs á RÚV Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í þætti kvöldsins. Þar var Íris einn af fjórum gestum sem fóru yfir stöðuna í pólitíkinni […]

Hleður veggi með hamar og meitil að vopnum

„Ég heiti Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, úr Dýrafirði, bý í Hafnarfirði núna en er og verð alltaf Dýrfirðingur,“ segir snaggaraleg kona á óræðum aldri sem er að hlaða veggi á bílastæðinu vestan við Kiwanishúsið. Verður svarafátt þegar blaðamaður segir ekki algengt að sjá konur í þessu starfi. Lætur samt ekki slá sig út af laginu. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.