Skellur í toppbaráttunni á heimavelli

ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan. ÍBV var á toppnum […]

Auglýsingarveisla í Skvísusundi

Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu. Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. […]

Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son bar sigur sig­ur úr být­um í tíu kíló­metra hlaupi í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á tímanum 30:23 mín­út­um. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]

Margir Eyjamenn í Reykjavíkurmaraþoni

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka 2024 fer fram á morg­un, en alls eru 14.300 hlaup­ar­ar skráðir til leiks. Upp­selt er í bæði hálft maraþon og 10 km hlaup, og aðeins ör­fá­ir miðar eru eft­ir í heilt maraþon. Fjölmargir Eyjamenn taka þátt í hlaupinu að venju og safna til góðra mála eins og flestir. Margir safna fyrir Krabbavörn Vestmannaeyjum og […]

Laxey – Færsla frá RAS 2 yfir í RAS3

Seiðastöðin tilbúin „Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar. „Seiðin líta mjög vel út og […]

Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]

Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Uppskriftin að Þjóðhátíð til og virkar vel

Hörður Orri – formaður ÍBV í þjóðhátíðarspjalli – Salka Sól „Það hefur verið fínt og bara gengið mjög vel. Það er búið að vera mikið að gera hjá félaginu almennt og mikið um stóra viðburði. Sumarið náttúrulega byrjar á TM mótinu og svo Orkumótið og nú Þjóðhátíð. Svo er auðvitað fótboltinn í fullum gangi og […]

Verðlag á matvöru lækkar milli mánaða

innkaup_kerra

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru lækkað frá júlímánuði samkvæmt greiningu verðlagseftirlitsins, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga. „Þessi þróun var komin vel á leið fyrir opnun nýrrar lágvöruverðsverslunar, Prís, um helgina. Verðlag í  Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hækkaði umtalsvert í júlí eins og verðlagseftirlitið benti á í nýlegri verðkönnun. Verðlag þar lækkaði hins […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.