Listaréttir sem Herjólfur hefði notið með sínu fólki
24. september, 2024
Verðlaunakokkar, Marco Sobral frá Portúgal, Marta Oti frá Spáni og Alessandro Abbrescia frá Ítalíu.

Saltfiskveisla í boði verðlaunakokka í Herjólfsdal:

Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta, glampandi sól, iðagrænar brekkur og hamraveggir sem saman mynda það djásn sem Dalurinn er. Þar kom saman hópur föstudaginn 6. september til að smakka á saltfiski sem verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni buðu upp á. Það var fátt sem minnti á okkar hefðbundna saltfisk með hamsatólg, kartöflum og rófum sem er frábær matur en gestir fengu að kynnast því að salfiskur er eitthvað allt annað og meira.

Veislan var í Herjólfsbæ sem hjónin Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir hafa gert upp af miklum myndarskap. Það þurfti ekki mikið hugmyndarflug til setja landnámsmanninn, Herjólf Bárðarson inn í myndina, sitjandi við langeld, slafrandi í sig saltfiski og tilheyrandi viðbiti. Sennilega súrnað í augu af reyknum af matseldinni en matarlistin í góðu meðallagi.

Vanafastur maður Herjólfur en hann hefði örugglega ekki fúlsað við því sem nú var boðið upp á. Megin þema kokkanna, Mörtu Oti frá Spáni, Alessandro Abbrescia frá Ítalíu og Marco Sobral frá Portúgal var að tengja saman heimalandið við Ísland. Til þess notuðu þau allskonar krydd og jurtir til að ná fram litabrigðum sem hæfðu landi elds og ísa. Og það var ekki bara saltfiskur borðum, var líka boðið upp á gellur og sundmaga.

Að fyllast auðmýkt

Ítalía, Portúgal og Spánn eru helstu kaupendur að íslenskum saltfiski þar sem hann er hátíðarmatur. Þessar þjóðir hafa þróað uppskriftir í gegnum aldirnar og í Herjólfsdal var stigið skref matargerðarlist sem enginn sem þarna var hefði viljað missa af. Sá sem þetta skrifar veit margt um íslenskan mat og er liðtækur kokkur. En þarna var hann auðmýktin ein og skortir ennþá orð til að lýsa dýrðinni.

Binni í Vinnslustöðinni fær sér smakk. Herjólfur fylgist með af áhuga.

Vinnslustöðin hefur eflt stöðu sína í saltfiski með kaupum á Grupeixe í Portúgal og var útflutningsverðmætið um 6 milljarðar króna á síðasta ári. „Það var gaman að fá sigurvegarana í heimsókn í Vinnslustöðina á fimmtudaginn ásamt kennurum sínum og fleiri gestum. Heimsóknin var mjög skemmtileg, bæði fyrir þau og okkur. Það er alltaf gaman og gagnlegt að fá tækifæri til að ræða við neytendur vöru sem við framleiðum. Ekki síst þegar um er að ræða fagfólk eins og þetta sem hefur djúpa þekkingu á hráefninu og notkun þess,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

Standast samanburð við það besta

„Á föstudaginn var svo boðið til smakkveislu í Herjólfsbæ í Herjólfsdal. Þar báru kokkanemar sem voru í efstu sætum keppninnar fram rétti sem stóðust fyllilega samanburð við mat sem maður hefur fengið á þekktum veitingastöðum hér heima og erlendis. Réttirnir voru ekki bara fallegir og bragðgóðir heldur einnig fjölbreyttir, saltfiskur, gellur og fleira. Þetta var svo allt toppað með frábæru smakki frá gestakokkum Mateyjar. Viðburðurinn var afar vel heppnaður og umhverfið í Herjólfsdal spillti ekki fyrir.“

Vandað til verka.

„Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðalneyslusvæði saltfisks. Hluti af CECBI er keppni þar sem besti saltfiskkokkur hvers lands er valinn. Er keppnin og allt starfið að skila árangri eins og við sáum í dag,“ segir Björgvin Þór Björgvinsson hjá Íslandsstofu sem var mjög ánægður með hvernig til tókst í Vestmannaeyjum.

Með í för var fjöldi blaðamanna og voru kokkarnir þrír hluti af dagskrá Mateyjar þetta árið. Voru þeir viðstaddir setningu hátíðarinnar, kynntust gestakokkum, heimsóttu saltfiskvinnslu VSV, fóru um borð í Huginn VE og upplifðu allt það besta sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða.

Slagorð verkefnisins hefur verið, Se necesita un pueblo eða það þarf heilt þorp, og ekki hægt að ímynda sér betri vettvang heldur en Vestmannaeyjar og Matey til þess að fá innsýn í hvernig samfélagið vinnur saman að því að búa til framúrskarandi gæðavöru úr sjónum. Úr varð veisla sem stóð undir nafni.

Grupeixe er leiðandi í framleiðslu á íslenskum þorski í Portúgal og sá eini í sínu landi sem getur tryggt rekjanleika frá veiðum til endanlegs neytanda.

Hópurinn framan við Herjólfsbæ sem er sniðinn fyrir veislur eins og þessa.

Myndir Óskar Pétur.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst